fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Jodie Foster upplifði hrylling þegar hún var að taka upp True Detective á Íslandi – „Þetta var í raun mín versta martröð“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 4. júní 2024 17:30

Jodie Foster ræddi atriðið erfiða við Variety. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikstjórinn og leikkonan Jodie Foster segist hafa upplifað sína verstu martröð við upptökur á þáttunum True Detective á Íslandi. Var hún látin falla í gegnum fullan vatnstank í algjöru myrkri.

Foster, sem er 61 árs gömul, lýsir reynslu sinni í viðtali við tímaritið Variety. En auk þess að leikstýra þáttunum, lék hún lögreglukonuna Liz Danvers.

Í atriðinu fellur Danvers í gegnum ís. Hún var látin falla ofan í vatnstank, 45 metra djúpan, þar sem var algert myrkur. Þar að auki voru fötin hennar þyngd svo hún myndi falla hraðar.

„Að falla í gegnum ísinn. Ég sagði alltaf: Hvernig ætlum við að gera þetta? Og þau sögðu: Oh, það kemur í ljós,“ sagði Foster um samtöl sín við tæknifólkið um hvernig ætti að útfæra atriðið.

„Ég vann með kafara sem sagði mér hvernig ætti að halda niður í mér andanum til að komast niður. Hann var til hliðar. Þegar var sagt „Klippa!“ þá synti hann til mín til að bjarga mér,“ sagði Foster. „Þeir þyngdu jakkann svo ég gæti ekki farið að yfirborðinu og ég var í stórum stígvélum. Ég hafði hins vegar ekki áttað mig á því að ég gat ekki séð neitt fyrir framan mig. Þetta var í raun mín versta martröð. Þegar þú heldur að eitthvað verði slæmt er það yfirleitt mun skárra en þú heldur. En ekki í þetta skipti. Þetta var slæmt.“

Að öðru leyti lýsti Foster reynslunni hér á Íslandi sem góðri. Nokkuð krefjandi hafi verið að taka svo lengi upp í kuldanum en það hafi samt vanist, einkum með góðum hitapokum innanklæða.

„Það er spiluð lifandi tónlist alls staðar. Maturinn er gómsætur. Það eru jarðhitaðar sundlaugar alls staðar. Í stað þess að fara á barinn ferðu í sund,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“