fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fókus

Gunnar fann fyrir létti að fara í fangelsi – „Ég ákvað að verða nýr maður“

Fókus
Mánudaginn 3. júní 2024 21:28

Myndin tengist fréttinni ekki beint/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á þrítugsaldri með stóra áfallasögu, sem sagði sögu sína í síðustu viku kemur nafnlaus til þess að vernda fjölskyldu sína og vini í nýjasta þætti hlaðvarpsins Sterk saman. Köllum hann Gunnar. Í þættinum segir hann frá bataferlinu, frá því hann tók ákvörðun um að hætta að reyna og gera allt það sem þurfti.

„Ég varð edrú í fangelsi, ég var alveg búinn á því þegar þangað var komið. Var búinn að vera í neyslu á heróíni og búinn að taka of stóran skammt nokkrum sinnum.“

Gunnar var búinn að vera á biðlistum í meðferðir og lengi búið að langa að hætta en aldrei tekið þessa endanlegu ákvörðun, fyrr en þarna.

„Það er ekki alltaf auðvelt að vera edrú í fangelsi en það er hægt. Það var ákveðinn léttir að fara inn á þessum tíma og ég ákvað að verða nýr maður.“

Ákvörðunin fólst í því að sleppa tökunum á sínum skoðunum og hugmyndum, treysta ferlinu sem honum var leiðbeint í gegnum og fyrirgefa sjálfum sér.

„Ég man að eftir fjóra mánuði bað ég sponsorinn minn að koma inn í klefa til mín. Ég skildi ekki af hverju mér leið bara vel, það var alveg nýtt fyrir mér.“

Æðri máttur

Gunnar segir frá magnaðri upplifun þegar hann fann fyrir fyrirgefningu látins sonar síns og mörgum atvikum í röð sem hann fann mjög sterkt.

Frá fyrsta degi hefur hann helgað lífið sjálfsvinnu, byggt upp líf og markvisst unnið í að verða að betri manni.

„Ég er kominn miklu lengra en öll mín markmið og draumar.“

Gunnar segir frá sinni rútínu og hvernig hann kýs að notast við æðri mátt og bæn til að mynda. Hugleiðsla og öndun á hug hans allan og segir hann að allir þeir sem vilji geti sótt sér bata og þetta frelsi.

„Ég er frjáls frá fíkn. Ég lenti í smá atviki um daginn þar sem efni voru sett á borð fyrir framan mig og ég fann til með einstaklingnum og sagði honum að ég vonaði að hann kæmi til baka. Ég beið eftir fíkninni en hún kom aldrei.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva er að láta fjarlægja tattú sem hefur allt aðra og svæsnari merkingu en hún hélt fyrst – „Ég hefði alveg getað hugsað þetta betur“

Sunneva er að láta fjarlægja tattú sem hefur allt aðra og svæsnari merkingu en hún hélt fyrst – „Ég hefði alveg getað hugsað þetta betur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

,,Þessi atburður var ísköld tuska beint framan í andlitið á okkur”

,,Þessi atburður var ísköld tuska beint framan í andlitið á okkur”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pyntuð af foreldrum sínum: Gleymir ekki svipnum á kennaranum þegar hún sagði frá því sem stjúpfaðirinn bað um

Pyntuð af foreldrum sínum: Gleymir ekki svipnum á kennaranum þegar hún sagði frá því sem stjúpfaðirinn bað um
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klaufaskapur Ólafs á íslenskri bryggju vekur athygli hjá milljónum manna

Klaufaskapur Ólafs á íslenskri bryggju vekur athygli hjá milljónum manna