fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fókus

Bam Margera skrapp úr brúðkaupinu sínu til að bera vitni um að fyrra hjónaband væri ógilt – Vandræðalegur Zoom fundur

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 2. júní 2024 20:30

Bam með nýju konunni, Danii Marie. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grallarinn og Íslandsvinurinn Bam Margera þurfti að skreppa úr brúðkaupinu sínu til þess að reyna að fá fyrra hjónaband sitt ógilt. Málaferli standa yfir gegn fyrrverandi meintri eiginkonu Margera, Nicole Boyd.

Margera, sem er 44 ára og þekktastur fyrir að tilheyra grallarahópnum Jackass, giftist unnustu sinni Dannii Marie á þriðjudaginn í Nýju Mexíkó. Brúðkaupsdagurinn var ákveðinn í október.

Í miðjum klíðum þurfti hann að skjótast til þess að bera vitni á Zoom fundi í réttarhöldum um ógildingu fyrra hjónabands.

Pappírum aldrei skilað

Gifting Margera og Boyd fór fram í Hafnarhúsinu í Reykjavík í október mánuði árið 2013 við mikið húllumhæ. Steig hann á svið með hljómsveit sinni FuckFack Unstoppable og safnaði fé fyrir byggingu hjólabrettagarðs í Reykjavík. En á þessum árum kom Margera oft til Íslands og var titlaður Íslandsvinur.

Margera og Boyd bjuggu saman í nokkur ár og eignuðust einn son en síðan skildu leiðir. Í umgengnisdeildu þeirra kom á daginn að réttum pappírum hefði aldrei verið skilað úr giftingunni á Íslandi og hjónabandið því í raun ekki löglegt. Lögmenn Boyd halda því hins vegar fram að þau hefðu bæði verið í góðri trú um að þau væru gift og því ætti að beita lögjöfnun á samband þeirra.

„Undarleg tímasetning“

Boyd hafði ekki frétt af brúðkaupi Margera og Marie fyrr en í réttarhöldunum á þriðjudag. Hún setti þó spurningarmerki við dagsetningu brúðkaupsins.

„Hvað sem gerir hann hamingjusaman. Ég samgleðst honum. En þetta var undarleg tímasetning, í ljósi þess að hann átti að mæta í réttarsal í dag,“ sagði Boyd við TMZ.

Það var þó vegna tafa á málinu sem vitnaleiðslan lenti á sama tíma og brúðkaupið. Upphaflega átti það að fara fram mun fyrr. Margera og Marie munu hins vegar ná að halda ótrufluð upp á brúðkaupið seinna, því að þetta var aðeins ein af tveimur athöfnum. Hin síðari fer fram í Pennsylvaníu í nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fatnaður fegurðardrottningar falur

Fatnaður fegurðardrottningar falur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar