fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Heimsótti 9 lönd á 5 mánuðum fyrir klink – Svona fór hún að því

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. júní 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 41 árs gamla Natalie Barrett sem búsett er í Leeds í Bretlandi var orðin þreytt á daglegri rútínu sinni og til að hrista upp í henni bókaði hún dagsferðir til áfangastaða víða um Evrópu.

Á fimm mánuðum heimsótti hún níu lönd víðs vegar um heimsálfuna og borgaði ekki meira en 250 pund/43.890 krónur fyrir hverja þeirra. Barrett heldur því fram að ferðir hennar kosti minna en að taka lest um Bretland. Hún eyddi reglulega klukkutímum í að skrolla á netinu til að finna bestu tilboðin í nokkra nátta ferðir erlendis. En þar sem meðalferðin kostaði um 1.000 pund/175.560 krónur á mann, auk þess að Barrett hefði þurft nokkurra daga frí fyrir hverja ferð gerðist lítið á öllu netskrollinu.

Að lokum fann hún leið sem gerði henni kleift að heimsækja níu lönd á aðeins fimm mánuðum og það kostaði hana aðeins 800 pund/140.448 krónur. Barrett hefur náð að heimsækja Sviss, Spán, Albaníu, Danmörku, Svíþjóð, Norður Makedóníu, Tékkland, Króatíu og Bosníu og Hersegóvínu á innan við ári. Barrett, sem deilir ferðaupplifunum sínum og ráðleggingum á Instagram hvetur aðra til að nota tækifærið til að ferðast án þess að tæma heimabankann.

„Ég elskaði þá hugmynd að geta ferðast og upplifað hvern stað á einum degi fyrir tiltölulega lítinn pening,“ segir Barrett í umfjöllun DailyMail um þennan hagsýna ferðalang.

Nýtir flug í miðri viku

Aðferð Barrett snýst um að vera sveigjanleg með ferðadagsetningar og nýta sér flug í miðri viku, sem oft er ódýrast. „Til að fá besta tilboðið skoða ég hvaða flug eru ódýrust og hvort það er staður sem ég vil fara til eða hef ekki farið til áður. Ég get venjulega verið sveigjanleg með dagsetningar, sem hjálpar virkilega við að finna góð kaup. Ég ferðast oft í miðri viku, þar sem það er þegar ódýrasta flugið er, en ég þarf líka að passa að nota ekki of marga orlofsdaga, og er þess vegna líka að skoða helgarferðir á langtímaplaninu mínu.“

Barrett, sem fór til útlanda allt að þrisvar á ári, ferðast venjulega með kærastanum sínum, sonum sínum eða fer til að heimsækja vini sína, en núna kýs hún frekar að ferðast ein.

Í þessum níu ferðum hefur hún ekki eytt meira en 150 pundum/26.334 krónum. í hverri þeirra fyrir utan einni.

Til dæmis kostaði ferð hennar til Genf og Montreux aðeins 115 pund/20.189 krónur, sem nær yfir bílastæði, flug, lestarferðir og mat og drykk. Svipuð ferð til Alicante kostaði aðeins 72 pund/12.640 krónur.

Í Kaupmannahöfn og Malmö eyddi hún samtals 150 pundum/26.334 krónum en heimsókn til Prag kostaði aðeins 110 pund/19.311 krónur.  Ferðir sem innihéldu hótelgistingu, eins og heimsóknir hennar til Tirana og Struga, kostuðu aðeins 103 pund/18.082 krónur, á meðan heimsóknir hennar til Dubrovnik og Mostar, þar á meðal flug og hótel, kostuðu hana alls 250 pund/43.890 krónur.

„Hver ​​ferð er venjulega einn eða tveir dagar, annars fer kostnaðurinn að aukast með gistingu og fleiri máltíðum, auk skoðunarferða. Ég reyni að heimsækja fleiri en eitt land ef ég dvel lengur en dag, sem er betra fjárhagslega en að heimsækja hvern stað í aðskildum ferðum. Ég tek venjulega minn eigin morgunma meðt, snarl og jafnvel nesti til að spara kostnað, eða kaupi ódýrari mat til að taka með í stað þess að setjast á veitingastað og borða.

Prag er efst á lista Barrett yfir uppáhalds áfangastaði og Alicante í öðru sæti. Næst á ætlar Barrett að heimsækja Belfast, Rúmeníu, Mónakó, Brussel og Mílanó, með dagsferðum til Como-vatns, Verona og Bergamo – allt fyrir innan við 500 pund/87.780 krónur samtals. 

„Lífsgæði mín hafa batnað svo mikið, ferðalög eru svo sannarlega góð fyrir hugann,“ segir Barrett.

„Ég hef svo mikla ánægju af því að skipuleggja og vera í burtu, skoða nýja staði og vera í sólinni. Það hjálpar líka líkamlega. Ég fæ bakverk af skrifborðsvinnunni minni, svo það hjálpar svo mikið að vera á fótum að ganga meira.“

Barrett segist myndu elska að ferðast oftar um Bretland og skoða staði þar, en kostnaðurinn sé mikill. „Í Bretlandi myndi dagur í London kosta miklu meira en allar þessar ferðir fyrir mig, bara lestarmiðinn kostar 250 pund/43.890 krónur eða meira. Ég myndi elska að heimsækja staði eins og Devon og Cornwall, en lengd ferðarinnar og verð á gistingu, plús það að maður er aldrei viss með gott veður gerir það ekki spennandi ferðamöguleika. Það er miklu ódýrara og fljótlegra að fara til útlanda og miklu meiri möguleikar á að það verði sól og gott veður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“