fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fókus

Katrín Edda glímir við fjölda fylgikvilla á meðgöngu – „Ef ég myndi vakna með aukaeyra myndi læknirinn segja þetta bara eðlilegt“ 

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 24. maí 2024 12:30

Katrín Edda Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Edda Þorsteinsdóttir vélaverkfræðingur gengur nú með sitt annað barn, en fyrir eiga hún og eiginmaður hennar, Markus Wasserbach, dótturina Elísu Eyþóru sem er eins árs.

Katrín Edda, sem er vinsæl á Instagram þar sem hún er með um 30 þúsund fylgjendur, greindi með fyrri meðgöngunni í júní 2022 og opnaði sig um ófrjósemi, sem hún glímdi við í mörg ár.

„Ég þráði mjög lengi að verða ólétt og er svo ótrúlega þakklát fyrir að fá að upplifa það,“ segir Katrín Edda í færslu í gær. Hún segir það þó ekki sjálfgefið að konur fórni líkama sínum og heilsu gjörsamlega í tíu mánuði og jafnvel lengur þar sem gyllinæð, tannpína og krónískt kvef telst eðlilegur fylgikvilli á meðgöngu.

„Ég sver að ef ég myndi vakna með aukaeyra myndi læknirinn segja „ah já, ertu ólétt? Þá er þetta bara eðlilegt.“ 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Katrin Edda (@katrinedda)

Katrín Edda segir að hjá henni sé það „endalaus þreyta, ógleði, sveppasýking, gyllinæð, þvagleki, mígreni, bakflæði, tannpína (ég BRAUT TÖNN) og krónískt kvef og ég átti og á nú bara mjög góða meðgöngu miðað við margar aðra.“

Katrín Edda segir fylgjendur sína hafa sent sér skilaboð og „hefðu sumar misst hárið, misst tennur, misst sjónina, misst heyrnina og jafnvel lamast í andlitinu! Og margar eru enn að díla í dag við eftirköst meðgöngu eða fæðingar.“

„Ég fór að gráta smá (og græt yfir öllu núna og finnst það óþolandi ) í fyrradag þegar ég fór út að hlaupa og fannst það vont út af bumba og áttaði mig þá á því að ég mun líklega ekki geta hlaupið meira út meðgönguna og auðvitað ekki eftir fæðingu heldur. Hugsaði bara hvað væri „ósanngjarnt“ að Markus fær bara að halda áfram á sínu lyftingarprógrammi, ekkert breytist, en ég mun þurfa að byrja aftur á byrjunarreit eftir ár ef ég er þá það heppin að geta það yfir höfuð.

Mesta mindfuckið er samt að svo þegar maður heyrir hjartsláttinn eða finnur hreyfingar myndi maður alls ekki vilja skipta. Litla ruglið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægir karlmenn sögðu óviðeigandi hluti um brjóst hennar og allir hlógu

Frægir karlmenn sögðu óviðeigandi hluti um brjóst hennar og allir hlógu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Verðlaunahafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans 2024

Verðlaunahafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“