fbpx
Sunnudagur 01.september 2024
Fókus

Ferðalangur pantaði herbergi með sjávarútsýni en bjóst aldrei við þessu – „Ég er illa svikin krakkar“

Fókus
Miðvikudaginn 22. maí 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er allt sem sýnist. Þetta orðatiltæki átti heldur betur eftir að sanna sig á ferðalagi konu til Ítalíu. Hún ætlaði að njóta sín í fríinu og bókaði því sérstaklega herbergi á gistiheimili nokkru sem var auglýst með sjávarútsýni. Vissulega var útsýnið til staðar, en þó ekki með þeim hætti sem hún reiknaði með.

Clarisa Murgia frá Argentínu deildi raunum sínum á TikTok en mál hennar þykir stórkostlega fyndið. „Ég er illa svikin krakkar,“ sagði unga konan í myndbandi þar sem hún sýndi sjávarútsýnið sem hún hafði borgað aukalega fyrir. Hún sagði þetta dæmi um þar sem væntingar og raunveruleiki fer ekki saman. Á myndbandinu má sjá hana og ferðafélaga njóta sjávarútsýnisins, friðsæll sjórinn og blár himinn. En það er kannski ekki furða að útsýnið hafi verið friðsælt, því þetta var ekki sjórinn heldur veggurinn að byggingunni við hliðina. Útsýnið reyndist plakat.

„Enginn hefur blekkt mig með þessum hætti áður,“ sagði áhrifavaldurinn hlæjandi í myndskeiðinu. Netverjar hlógu með henni í athugasemdum. Vissulega væri leiðinlegt að útsýnið mætti ekki væntingum en þetta væri engu að síður fyndið. Einn benti meira að segja á að tæknilega væri ekki um blekkingar að ræða. Hún bað um útsýni yfir sjó, og útsýnið fékk hún. Henni var nær að taka ekki fram að hún ætlaðist til þess að fá útsýni yfir alvöru sjóinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gúrkusalat Sölku slær í gegn

Gúrkusalat Sölku slær í gegn
Fókus
Í gær

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda