fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Sagður vera kominn til vits og ára um samband hans og Jennifer Lopez – „Þetta mun aldrei virka“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 21. maí 2024 12:29

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Ben Affleck er sagður vera „kominn til vits og ára“ um hjónaband hans og söngkonunnar Jennifer Lopez. Heimildarmaður Page Six segir að leikarinn viti að skilnaður sé í vændum.

„Ef það væri hægt að skilja á grundvelli stundarbrjálæðis þá myndi hann gera það,“ segir heimildarmaðurinn.

„Honum líður eins og síðustu tvö ár hafi verið einhver hitadraumur en hann er kominn til vits og ára núna og skilur að þetta mun aldrei virka.“

Mynd/Getty Images

Stórstjörnurnar héldu þriggja daga brúðkaupsvíslu í Georgíu í Bandaríkjunum í ágúst 2022. Þau giftu sig í júlí en fögnuðu ástinni með fjölskyldu og vinum mánuði seinna.

Affleck og Lopez tóku saman aftur árið 2021 eftir um sautján ára aðskilnað. Þau byrjuðu fyrst saman árið 2002 og var mikið fjölmiðlafár í kringum samband þeirra. Þau trúlofuðust ári seinna en slitu sambandinu í byrjun 2004.

Skilnaður fram undan?

Fjölmiðlar hið ytra hafa greint frá því undanfarna daga að söngkonan sé flutt út af sameiginlegu heimili hennar og Ben og að allt stefni í skilnað.

Orðrómur um möguleg vandræði í paradís fór fyrst á kreik þegar Affleck mætti ekki með Lopez á Met Gala, þrátt fyrir að hún hafi spilað stórt hlutverk umrætt kvöld. Hjónin gáfu þá skýringu að leikarinn væri hreinlega of upptekinn en samkvæmt heimildarmanni In Touch er þó leiðinlegri skýring hér á ferðinni: Affleck er kominn með nóg af eiginkonunni.

Heimildarmenn Page Six segja að Affleck hefur verið að skoða hús í kringum Los Angeles.

Rifrildin vekja alltaf athygli

Það mætti segja að samband þeirra hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki en í hvert skipti sem þau virðast rökræða eða rífast, sem gerist reglulega, þá fer það í fréttirnar.

Sjá einnig: Myndband af J.Lo og Ben Affleck rífast fer eins og eldur í sinu um netheima

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024