fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Fékk sér í glas og rankaði við sér eftir tvær vikur – „Ég var nær dauða en lífi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 18. maí 2024 10:30

Guðbjörg Ýr Valkyrja Guðbjargardóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbjörg Ýr Valkyrja Guðbjargardóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Hér að neðan getur þú horft á brot úr þættinum en smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni.

video
play-sharp-fill

Þú getur einnig hlustað á SpotifyApple Podcasts og hlaðvarpsþjónustu Google.

Guðbjörg kynntist karlmanni þegar hún var á viðkvæmum stað í lífinu. Hún hafði verið edrú í mörg ár en glímt við tengslaröskun og brotna sjálfsmynd frá barnsaldri.

Þegar þau voru að byrja saman bauð Guðbjörg honum til Dalvíkur í tilefni fertugsafmælis hennar. Í ferðinni kom hún að honum með annarri konu sem réðst á hana, konan var kærð og dæmd fyrir árásina, en martröð Guðbjargar var ekki lokið. „Við drógum fyrir og síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega og sagði síðan: „Ertu ekki glöð að þú fékkst það sem þú vildir?““

Sjá einnig: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“

Gat ekki unnið úr áfallinu

Guðbjörg reyndi að bæla þetta áfall niður. „Ég blokkaði þetta, ég taldi mér trú um að þetta hafi bara verið kynlíf og ég hafi samþykkt það.“

En síðan gerðist það einn daginn að hún sá loksins hvað gerðist í raun og veru. Atvikið endurspilaðist eins og atriði úr kvikmynd í höfði hennar. Það var eins og það hafi verið kveikt á rofa og hún skildi loksins af hverju henni liði svona illa, af hverju hún væri svona reið.

„Svo ætlaði ég að fara að vinna með Stígamótum en ég gat það ekki, ég höndlaði ekki að [endurupplifa áfallið]. Ég ákvað að fá mér í glas, ætlaði að róa taugarnar og svo bara liðu tvær vikur,“ segir Guðbjörg og bætir við: „Sársaukinn var svo mikill að ég gat ekki verið ég.“

Guðbjörg Ýr er gestur vikunnar í Fókus.

Var nær dauða en lífi

„Ég ætlaði að fá mér smá og svo rankaði ég við mér eftir tvær vikur heima hjá mér [.,.] Ég var nær dauða en lífi þegar ég fór upp á spítala og fór loksins að vinna með þetta og hef verið að gera það síðan með sálfræðingum og ráðgjöfum,“ segir Guðbjörg og bætir við að hún finni mikinn mun á sér að vera í áfallameðferð.

„Það er ótrúlegt að eftir þetta, og eftir að ég fékk hjálp, hef ég ekki fengið þörfina að [fá mér] því ég hef loksins getað skilað skömminni, ég er búin að geta skilað þessu meini, skilað áfallinu og áttað mig á því að það er ekki mér að kenna að einhver maður hafi misnotað aðstæður gagnvart mér. Og þegar ég skoða mína sögu, frá því að ég er barn sem er látið flytja að heiman, maður verður kjörinn þolandi. Þeir eru eins og rándýr.“

 „Ég trúði öllu þessu ljóta sem hann sagði við mig“

Guðbjörgu tókst að losna úr sambandinu þegar hann batt enda á það. „Sem betur fer. Ég náttúrulega hélt áfram að vera pínu klikkuð í hausnum með þráhyggju gagnvart honum, maður var orðinn rosalega lasinn andlega af þessu öllu og ég trúði öllu. Ég trúði öllu þessu ljóta sem hann sagði við mig, það var alltaf eitthvað að mér,“ segir hún.

„Ég held að margar konur eigi sömu sögu, sérstaklega konur með fíknisögu. Ég heyri þetta aftur og aftur: Áföll, ofbeldi, kynferðisofbeldi, fjárhagslegt ofbeldi, áreitni eða einelti í æsku. Það eru sterk tengsl milli áfalla og fíknar, sérstaklega áfalla sem maður verður fyrir í æsku. Ef maður er að taka þetta með sér út í lífið, brotið fólk leitar upp annað brotið fólk.“

Guðbjörg er í bataferli hjá þverfaglegu teymi á Landspítalanum.

Hugsar um litlu Guðbjörgu

Guðbjörg ræðir nánar í þættinum um hvað hefur hjálpað henni mest í bataferlinu, sem er tenging við annað fólk, góðir vinir og fagleg aðstoð.

„Maður getur endurspeglað sig í [góðum vinum], álit þeirra fer að hafa meira vægi en það sem hann sagði. Það skiptir ótrúlega miklu máli. Líka það sem ég er að læra er að hlúa að þessari litlu stelpu sem ég var, litla stelpan sem þurfti að flytja að heiman snemma. Litla stelpan sem fór í rugl og hætti í rugli og varð rosalega feit, því það kemur svona hliðarfíkn, ég er farin að umvefja hana. Ég stundum ímynda mér sjálfa mig: „Þú átt allt gott skilið.“

Guðbjörg ræðir sögu sína nánar, ofbeldissambandið, bataferlið og sjálfsvinnuna í þættinum sem má horfa á hér eða á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Hide picture