fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Fókus

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 13. maí 2024 12:59

Þórhildur Magnúsdóttir. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sambandsráðgjafinn Þórhildur Magnúsdóttir kynntist kærasta sínum, Marcel, fyrir rúmlega ári síðan. Hann býr hálft árið á Spáni og kynntust þar í fyrra þegar Þórhildur var í fríi með fjölskyldu sinni.

Þórhildur hefur umsjón með vinsælu Instagram-síðunni Sundur og saman. Hún er verkfræðingur að mennt, lærði einnig jógakennarann en í dag eiga sambönd allan hug hennar. Hún býður bæði einstaklingum og pörum upp á námskeið til að hjálpa fólki að skapa heilbrigt og fallegt samband.

Sjá einnig: „Eftir langar umræður við manninn minn ákváðum við að opna sambandið“

Hún stofnaði nýverið hlaðvarpið Sundur og saman og hafa fyrstu tveir þættirnir slegið í gegn. Í þeim nýjasta tekur hún viðtal við Marcel um frelsi, gildi og vöxt í samböndum. Þórhildur á einnig eiginmann. Þau kynntust árið 2007 þegar þau voru sautján ára gömul og eiga saman tvö börn. Þau opnuðu sambandið fyrir tæplega sjö árum og sjá alls ekki eftir þeirri ákvörðun.

Þórhildur og eiginmaður hennar.

Þórhildur var gestur í Fókus, spjallþætti DV, í fyrra og ræddi um opin sambönd, lífið og tilveruna. Horfðu á þáttinn hér eða hlustaðu á Spotify.

Ákvað að vera ævintýragjarn

Marcel fer yfir þeirra sögu í hlaðvarpsþættinum. „Við kynntumst á Spáni. Þú varst þarna í sex mánuði með eiginmanninum þínum,“ segir hann og bætir við að hann eyðir venjulega hálfu ári á Spáni, hinum hlutanum ver hann í Þýskalandi.

„Við kynntumst á stefnumótaforriti og hittumst og ég held að tengingin okkar hafi verið góð frá upphafi,“ segir hann og Þórhildur tekur undir.

„Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni og síðan hittumst við nokkrum sinnum í viðbót og síðan fórstu aftur heim til Íslands,“ segir hann.

„Þú varst síðan að fara á Jay Shetty fyrirlestur í Madríd og sú sem ætlaði með þér komst ekki og þú spurðir hvort ég vildi koma. Þetta var á þeim tíma sem ég var að reyna að vera ævintýragjarnari […] þannig ég sagði já og kom með lest til Madríd, og ætli það hafi ekki verið þá sem þetta allt byrjaði.“

„Þetta var aðeins fjórum vikum eftir að við hittumst,“ segir Þórhildur og hlær.

Þórhildur var gestur í Fókus í fyrra.

Forvitinn um fjölástir

Aðspurður hvernig hann hafi kynnst fjölástum segir Marcel að þetta hafi verið eitthvað sem gerðist yfir tíma.

„Þetta var ekki skyndileg breyting eins og einhver hafi kveikt á rofa […] Við erum alin upp þar sem við erum með vel skilgreind norm sem við sjáum alls staðar í kringum okkur. Í skólanum, í vinahópnum, í kvikmyndum og bókum er okkur sýnd ein leið til að lifa,“ segir hann.

Marcel rifjar upp þegar hann lærði um opin sambönd í langri bílferð með kunningja. Hann segir að hann hafi verið hissa að þetta væri til og ekki bara í einhverri hippakommúnu heldur var fólk náið honum að lifa þessum lífsstíl.

„Ég varð mjög forvitinn,“ segir hann.

Hlustaðu á samtal þeirra hér að neðan, athugið það er á ensku.

Í sumar leiðir Þórhildur hóp kvenna til Spánar í vikulangt retreat. Fullkomin leið fyrir konur að svala ævintýraþránni, setja sig almennilega í fyrsta sæti og endurheimta ástina, gleðina og valdið inn í líf sitt. Lesið meira um það hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ólympíustjörnurnar „hamast“ á kynlífsletjandi rúmunum í París

Ólympíustjörnurnar „hamast“ á kynlífsletjandi rúmunum í París
Fókus
Í gær

Fjármálaráðgjafi segir að þetta eigi að gera til að tryggja fjárhagslegt öryggi á ferðalagi – Ókeypis þráðlaust net varasamt

Fjármálaráðgjafi segir að þetta eigi að gera til að tryggja fjárhagslegt öryggi á ferðalagi – Ókeypis þráðlaust net varasamt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tanja Ýr á von á barni

Tanja Ýr á von á barni