fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fókus

„Ég upplifði mig sem vandamál eða að ég væri fyrir, það er ekki góður staður að vera á“

Fókus
Mánudaginn 13. maí 2024 09:10

Inga Hrönn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Hrönn Jónsdóttir er tveggja barna móðir sem hefur glímt við fíkn frá unglingsárum. Hún er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman en hún er hlustendum kunn. Í þættinum ræðir hún um föll og þá sérstaklega eitt nýlegt fall í hennar lífi.

„Ég nota orðið fall en sumir segja að sjúkdómurinn taki sig upp aftur eða eitthvað annað. Við notum bara fall því ég var bara í frjálsu falli í þessa daga sem ég var að nota,“ segir hún.

„Ég upplifði mig sem vandamál“

Inga Hrönn á langa sögu vímuefnaneyslu en hafði náð góðum árangri. Undanfarin misseri hafði hún þó ekki unnið í sinni edrúmennsku og vanlíðan hennar orðin ansi mikil.

„Ég upplifði oft fíkn eða mikla vanlíðan en vildi ekki vera með meira vesen en ég hafði nú þegar verið með fyrir fólkið mitt, svo ég lét enga vita. Ég upplifði mig sem vandamál eða að ég væri fyrir, það er ekki góður staður að vera á.“

Ingu hafði tekist að stoppa eftir að hafa notað fíkniefni í tvö skipti yfir eitt kvöld.

„Það er hættulegt að ná því nefnilega, þá held ég að ég geti það bara. Ég ætlaði líka að gera það í þetta skipti, sækja svo börnin mín daginn eftir og skutla í skólann,“ segir hún.

Var komin í geðrof innan sólarhrings

Inga segir frá því hvernig tíminn frá því að hún hringdi í salann og Frú Ragnheiði þar til hún notaði var.

„Ég sat úti og beið eftir Frú Ragnheiði, þegar bíllinn kom var vinkona mín að vinna í bílnum.“ Aðspurð hvernig viðbrögð hún hafi fengið við því að vera að fara að nota og þar af leiðandi falla segir hún: „Það var bara tekið utan um mig og ég beðin um að fara varlega. Það má örugglega ekki sýna tilfinningar í þessu og þá er maður örugglega ólíklegur til að hringja eftir aðstoð aftur. Það er alltaf tekið vel á móti okkur,“ segir hún.

Inga fann að innan sólarhrings var hún komin í geðrof. Geðheilsan þolir þetta ástand ekki lengur. Hún notar mikið og oft.

„Ég grét og grét“

Inga leitaði á geðdeild undir miklum áhrifum á fimmtudegi. Þar fékk hún lyf með sér heim og var sagt að mæta edrú mánudaginn eftir til að taka þátt í hópmeðferð.

„Ég hló bara og sagði þeim að það myndi aldrei gerast.“ Hún fékk að sofa úr sér um nóttina heima hjá vini og vaknaði því edrú á föstudeginum. „Ég grét og grét, mér leið ömurlega í því en þessi vanlíðan var á öðru leveli. Ég var hvött til að fara aftur á geðdeild og tók barnsföður minn með mér.“

Inga segir frá því að hún hafi þurft barnsföður sinn með sér því hún kom varla upp orði sökum þess hversu mikið hún grét.

„Ég sagði að ég myndi hengja mig á lóðinni hjá þeim ef ég kæmist ekki inn.“

„Ég var alveg brjáluð fyrst“

Inga Hrönn var þrjár vikur á fíknigeðdeild. Hún segir að dvölin hafi verið erfið, hún var nauðungavistuð, fyrst í 72 tíma og síðan í 21 dag.

„Ég var alveg brjáluð fyrst. Hringdi í lögfræðing á laugardagskvöldi og vildi komast út að nota. Það þurfti að sprauta mig niður nokkrum sinnum,“ segir hún.

Tinna segir Ingu fréttir þegar hún segir henni frá því að hún hafi reynt að fá sig til að koma með rítalín til sín en hún man lítið frá fyrstu vikunum á geðdeild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Val Kilmer er látinn

Val Kilmer er látinn
Fókus
Í gær

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar