fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Þurfti að fara með bát eða snjósleða í skólann – „Ég var sannfærð um að þeir kæmu ekki til baka“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 12. maí 2024 20:06

Kidda svarfdal er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Kristjana Svarfdal, betur þekkt sem Kidda Svarfdal, var alin upp í Djúpavík á Ströndum. Árneshreppur er ein afskekktasta byggð landsins og þurfti Kidda að fara með bát eða snjósleða í skólann. Hún rifjar upp nokkur skipti sem hún lenti í lífsháska í nýjasta þætti af Fókus, spjallþætti DV.

Kidda er eigandi og ritstjóri Hún.is og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Fullorðins. Brotið hér að neðan er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér.

video
play-sharp-fill

Þú getur einnig hlustað á Spotify, Apple Podcasts og hlaðvarpsþjónustu Google.

Engar vetrasamgöngur

Kidda var fjögurra ára gömul þegar fjölskylda hennar flutti í Djúpavík.

„Ég man ekkert annað þannig þetta var heimurinn fyrir mér. Það var eðlilegt að vera í heimavistarskóla og fara á bát í skólann, því vetrasamgöngurnar voru engar. Vegurinn lokaðist í október og var svo opnaður í maí. Við fórum á mánudegi og komum heim á föstudegi ef veður leyfði, en það var alls ekkert alltaf,“ segir hún.

„Eins og með bátinn, þá þurfti bara að vera gott í sjóinn. Pabbi var bara með GPS þess tíma. Ég man það var held ég siglt í einn og hálfan tíma beint og síðan þurfti að taka beygju og þá myndum við hitta á höfnina sem við vorum að fara á, og sú höfn var aldrei neitt rosalega þægileg. Það var oft mikill sjór við höfnina og það var oft siglt að, hent töskunni upp á. Siglt frá, siglt að og við upp á. Þannig það þurfti alls konar kúnstir til að koma okkur í skólann.“

Keyptu snjósleða eftir hættulegt atvik

Eftir eitt sérstaklega slæmt atvik þegar Kidda varð næstum á milli hafnarinnar og bátsins – og hefði líklegast dáið – fundu foreldrar hennar aðra leið við að koma henni og bróður hennar í skólann.

„Fljótlega eftir þetta keyptu þau snjósleða og þá fórum við á snjósleða yfir fjallið í skólann,“ segir Kidda og bætir við að ferðin hafi verið um klukkustund.

Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig og voru nokkur atvik þar sem Kidda lenti í hættulegum aðstæðum.

„Ég var náttúrulega kvíðabolti. Þetta var bara einhvern veginn þannig að eftir eitt áfall, þar sem eitthvað gerðist og hjartað manns fór á fullt, þá þurfti maður bara að dusta af sér snjóinn, fara aftur upp á sleðann og halda áfram. Svo var ég greind með kvíða átján eða nítján ára, sem hefði kannski ekki átt að koma neinum á óvart.“

Kidda Svarfdal.

„Ég var sannfærð um að þeir kæmu ekki til baka“

„Það kom fyrir einu sinni að sleðinn valt. Það var maður úr sveitinni sem sótti okkur á sleða og við vorum komin hinum megin í fjörðinn og ætluðum yfir fjallið en misstum sleðann ofan í á því það brotnaði undan. Ég og bróðir minn vorum bara tvö með þessum manni, svo kom stormur og þeir náðu honum ekkert upp. Ég var bara þarna til hliðar grenjandi,“ segir Kidda. Hún var um átta ára gömul á þessum tíma.

„Þeir fóru með mig að einhverju húsi þarna, eyðibýli, og sögðu mér að bíða á meðan þeir myndu reyna að losa sleðann. Á meðan sat ég og horfði út í snjóinn, það var allt bara hvítt, þetta verður alveg blint, og beið. Ég var sannfærð um að þeir kæmu ekki til baka og var að hugsa hvað ég ætti að gera, hvort ég ætti að brjótast inn í húsið. Svo komu þeir til baka og við enduðum með að þurfa að labba í einhvern einn og hálfan tíma.“

Kidda ræðir nánar æskuna í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér, eða hlusta á Spotify

Fylgstu með Kiddu á Instagram og hlustaðu á hlaðvarpið hennar Fullorðins hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“
Hide picture