fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Helga dásamaði ísraelska lagið en fékk bágt fyrir – „Megi friður takast í heiminum AMEN“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 10. maí 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og Eurovision drottningin Helga Möller er himinlifandi með framlag Ísrael í Eurovision keppninni í ár. Lýsti hún hrifningu sinni á laginu á samfélagsmiðlum í gær en fékk bágt fyrir í athugasemdum.

„Loksins kom eitt frábært lag í Eurovsision þetta árið. Ísrael átti kvöldið, komst áfram og ég óska þeim til hamingju,“ segir Helga, sem gerði garðinn frægan með Gleðibankanum á sínum tíma og hefur verið fastur álitsgjafi í þáttunum Alla leið á undanförnum árum.

Hið umdeilda framlag Ísrael, Hurricane, komst áfram í öðrum undanriðli Eurovision í Malmö í gær. En þátttaka Ísraels í keppninni hefur verið mikið á milli tannanna á fólki í ár vegna innrásar Ísraela í Gaza ströndina og dráp tugþúsundum Palestínumanna, að stórum hluta barna.

„Eurovision var sett á laggirnar til standa vörð um virðingu, gleði, frið, þakklæti, umburðarlyndi og samstöðu. Áfram Eurovision með alla þá listamenn sem þar taka þátt og megi friður takast í heiminum AMEN,“ sagði Helga í færslunni.

Dagleg barnaslátrun

Féll þetta í grýttan jarðveg hjá mörgum. Til dæmis tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni sem svaraði í harðrorði athugasemd:

„Ísrael fær að taka þátt en ekki Rússland þrátt fyrir daglega barnaslátrun. Það er pólitísk ákvörðun sem er óskiljanleg með öllu. Ég mun ekki fylgjast með þessari keppni fyrr en Ísrael verður meinuð þátttaka. Og þetta ógeðslega framferði þeirra verður aldrei hægt að fyrirgefa. Aldrei,“ sagði Jón.

Önnur sem svaraði er Sigga Eyþórsdóttir, sem tók þátt í Eurovision með Systrum árið 2022 og stóð fyrir samstöðutónleikum með Palestínu á sama tíma og fyrri undanriðillinn var haldinn.

„Þegar Eurovision ákvað að reka Rússland úr keppni 2022 varð Eurovision opinberlega að pólitískum vettvangi. Þeir hefðu betur sleppt því!,“ segir Sigga. „Með því að reka Rússland en ekki Ísrael eru þeir að gefa mjög skýr skilaboð um að hvítu kristnu börnin í Úkraínu séu meira virði en brúnu múslima börnin í Palestínu. Það er einmitt ástæðan fyrir að ég sniðgeng þessa keppni þrátt fyrir að vera fyrrum keppandi sjálf. Ekki gleyma að Óréttlæti á einum stað ógnar réttlæti alls staðar. Þessi keppni er gerendameðvirk með mesta illmenni 20 aldar og kýs að horfa fram hjá barnaslátrun!“

Annar gamall Eurovision keppandi, Eyþór Ingi Eyþórsson bróðir Siggu, gagnrýnir færsluna hjá Helgu líka.

„Finnst þér ekkert athugavert við það að land sem í þessum töluðu orðum er að drepa börn fái á sama tíma að keppa á svona vettvangi? Þó svo að þessi söngkona komi ekki beint að stríðsrekstri þá er þetta landakeppni, ekki listamannakeppni, Ísrael er að keppa… Þú talar eins og þetta eigi ekki að vera pólitísk keppni, þú hlýtur að sjá að hún sé það… Þú ert að reyna að lifa eftir “Ignorance is bliss” sem í þessu tilfelli er ófyrirgefanleg í ljósi þess að þetta er hreint helvíti á jörðu, svo mörg börn og saklausir borgarar eru að deyja, það á ekki að fara á milli mála að Ísrael eigi ekki að fá þátttökurétt,“ segir Eyþór.

 

ATH: Í fyrri útgáfu af fréttinni var mynd af Eyþóri Inga Gunnlaugssyni en ekki Eyþór Inga Eyþórssyni. Eru Eyþór Ingarnir beðnir velvirðingar á þessum ruglingi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja