fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Veðbankar hafa enga trú á Heru

Fókus
Þriðjudaginn 7. maí 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrra undanúrslitakvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í kvöld og er Ísland meðal þátttökuþjóða. Eins og kunnugt er keppir söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir fyrir hönd Íslands og flytur lagið Scared of Heights. Óhætt er að segja að Heru sé ekki spáð góðu gengi í veðbönkum og þar eru líkurnar á því að Hera nái einhverjum árangri metnar litlar.

Á vefsíðunni Eurovisionworld er að finna samantekt yfir stuðla í helstu veðbönkum vegna keppninnar og löndum sem taka þátt í keppninni raðað eftir því hvaða árangri er talið líklegast að þau nái miðað við stuðla veðbankanna. Því hærri sem stuðlarnir eru því minni líkur þykja á því að viðkomandi lag geri einhverjar rósir en veðji einstaklingur á lag með háan stuðul fær viðkomandi þeim mun hærri vinning, gangi veðmálið eftir.

Ólíklegt þykir að Ísland komist áfram

Í samantektinni er því að spáð að Ísland muni enda neðst allra þjóða sem taka þátt í undanúrslitunum í kvöld og þar með ekki komast áfram í úrslitin sem fara fram á laugardagskvöld. Fimmtán þjóðir taka þátt í kvöld en tíu komast áfram. Líkurnar á því að Ísland komist áfram í kvöld eru metnar aðeins 10 prósent en stuðlar margra veðbanka á að Ísland komist ekki áfram eru tvöfalt hærri en stuðlarnir á næstu þjóð fyrir ofan sem er Moldóva en líkurnar á því að framlag þess lands komist áfram í úrslitin eru metnar 19 prósent.

Íslenska lagið er metið líklegast af öllum lögum sem fara í gegnum undanúrslitin til að komast ekki áfram en líkurnar á því eru sagðar 84 prósent. Veðji einhver á að Ísland komist ekki áfram og verði það raunin myndi slíkt veðmál ekki veita mikinn ágóða en stuðlar flestra veðbanka á þetta veðmál eru á bilinu 1,01 til 1,05. Það þýðir að sá sem veðjar 5.000 krónum á að Ísland komist ekki áfram myndi í mesta lagi græða 250 krónur, svo líklegt þykir að það gangi eftir.

Þegar kemur að umdeildustu þátttökuþjóðinni í ár, Ísrael, þá er framlagi þess, Hurricane, spáð 8. sæti í lokakeppninni.

Mikill meðbyr virðist vera með framlagi Króatíu, Rim Tim Tagi Dim með söngvaranum Baby Lasagna, en laginu er spáð sigri í keppninni og eru sigurlíkurnar metnar 33 prósent en næsta þjóð fyrir neðan er Sviss, með lagið The Code í flutningi rapparans Nemo, en líkurnar á svissneskum sigri eru metnar 16 prósent.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni