fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fókus

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 6. maí 2024 12:40

Ásdís Rán.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glamúrfyrirsætan, athafnakonan og forsetaframbjóðandinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir biðlar til stuðningsfólks og hefur stofnað söfnunarsíðu á KarolinaFund.com.

Þegar þessi frétt er skrifuð hefur Ísdrottningin safnað fimm prósent af markmiði sínu, tæplega 44 þúsund krónum.

Vegleg verðlaun eru í boði fyrir fólk sem styrkja hana, því meira sem þú styrkir því ríflegri eru verðlaunin.

Fyrir 7500 krónur færðu áritaða mynd. Það er hægt að kaupa „Brons styrk“ á 30 þúsund krónur og þá færðu „shoutout á samfélagsmiðlum og áritaða mynd.“

Ef þú borgar fyrir „Delúx styrk“ – sem er 60 þúsund krónur – þá færðu „skemmtilega video kveðju, auðvitað áttu inni shoutout á samfélagsmiðlum, áritaða mynd og IceQueen kaffibolla á skrifstofuna.“

Næst er það „Silfur styrkurinn“ á 120 þúsund krónur. „Þú færð geggjaða IceQueen video kveðju, áritaða mynd, IceQueen kaffibolla á skrifstofuna og átt inni kaffiboð á Bessastöðum.“

Þú færð bara kaffiboð ef þú velur silfur styrkinn, en ef þú kaupir „Gull styrkinn“ á 225 þúsund krónur þá færðu „kampavínsboð á Bessastöðum og forseta selfie!“ Og auðvitað einnig „shoutout“ á samfélagsmiðlum en ekki nóg með það þá færðu heimsókn á vinnustaðinn.

Stærsti styrkurinn er „Platínum“ fyrir 375 þúsund krónur.

„Ég mun hringja stanslaust í þig og ræða við þig um forsetahlutverkið og auðvitað færðu áritaða mynd eða plaggat, video kveðju, kaffibolla, shoutout á samfélagsmiðlum, sýnisferð og dinner á Bessastöðum og VIP í kampavínsklúbbinn.“

Skoðaðu Karolina Fund síðu Ásdísar Ránar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu