fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum

Fókus
Mánudaginn 6. maí 2024 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hera Björk Þórhallsdóttir stígur á svið á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision í Malmö á morgun. Lítil spenna virðist ríkja meðal landsmanna fyrir keppninni þetta árið.

Ef marka má veðbanka eru nær engar líkur á að Hera Björk komist áfram á úrslitakvöldið næstkomandi laugardag.

Samkvæmt Eurovisionworld.com er Ísland í 15. og neðsta sæti yfir þær þjóðir sem líklegastar eru áfram annað kvöld. Eru líkurnar á að Ísland fari áfram taldar aðeins 11%.

Tíu þjóðir tryggja sér sæti á úrslitakvöldinu á morgun og er Króatía, Úkraína, Litáen og Finnland líklegust til að komast áfram. Þar á eftir koma Írland, Lúxemborg, Pólland, Kýpur, Portúgal og Serbía.

Hafi veðbankar rétt fyrir sér munu Ástralía, Slóvenía, Aserbaídsjan, Moldóva og Ísland sitja eftir með sért ennið annað kvöld.

Samkvæmt veðbönkum er framlag Króatíu sigurstranglegast næstkomandi laugardagskvöld en þar á eftir koma Sviss og Úkraína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni