Í myndbandinu hér að neðan hefur hún nýlokið fjögurra tíma bókun með viðskiptavini og sýnir allt sem hún þénaði yfir þann tíma.
„Það er mjög þreytandi að vera súper hress og kát,“ segir hún.
„Ég var þarna í fjóra tíma og gaurinn borgaði fyrir auka þjónustu, þannig ég er ekki alveg viss hvað ég þénaði mikið,“ segir hún og telur peningana.
Hún fékk 555 þúsund krónur, eða 6000 ástralska dali, en hún hafði fengið 92 þúsund krónur fyrirfram í staðfestingargjald. Þannig samtals fékk hún tæpar 648 þúsund krónur fyrir fjögurra klukkustunda vinnu frá einum viðskiptavini.
@blueeyedkaylajade I was shocked 😳 #storytime #whatididtoday #makemoneyonline #dayinmylife ♬ original sound – blueeyedkaylajade
Myndbandið vakti mikla athygli en Kayla tekur það skýrt fram að þetta starf sé alls ekki fyrir alla.
„Ég legg ekki blessun mína yfir þetta starf og ég myndi aldrei mæla með því fyrir einhvern. Þetta er ekki framtíðarstarf og ég sé ekki fyrir mér að ég muni gera þetta þegar ég er fimmtug. Mig langar að gera þetta í hámark tvö ár, því maður brennur mjög auðveldlega út,“ segir hún.
„Ef þú ætlar að gera þetta, farðu vel með peningana þína og fjárfestu. Vertu líka undirbúin að þetta starf geti haft áhrif á samband þitt við fjölskyldu og vini. Ég á fjölskyldumeðlimi sem hafa hætt að tala við mig út af því sem ég geri. Einn fjölskyldumeðlimurinn fór í áskrift á [OnlyFans] síðunni minni, tók skjáskot af öllu efninu og sendi allri fjölskyldunni minni það.“
Að lokum segir hún: „Þetta starf er áhættusamt og getur verið mjög hættulegt. Það er ástæða fyrir því að þetta starf borgar svona vel […] Þannig ekki vera hvatvís og birta auglýsingu strax og byrja á morgun. Rannsakaðu þetta almennilega og passaðu þig að fylgja öllum reglunum svo þú sért örugg.“
@blueeyedkaylajade Replying to @chrissyschaefer cons of my work #storytime #makemoney #dayinmylife ♬ original sound – blueeyedkaylajade