fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Ferðamann langar mikið til að eignast íslenskan vin

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 2. maí 2024 19:30

Íslendingar fagna karlalandsliðinu í fótbolta á Arnarhóli árið 2016. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Facebook-hópnum Reykjavik, ICELAND Travel & Vacation spyrja ferðamenn til dæmis ráða um hvað þarf að hafa í huga fyrir fyrirhugaðar Íslandsferðir eða segja frá nýlegum ferðum sínum til Íslands. Í mörgum færslum er fegurð og friðsæld Íslands lofuð í hástert og bersýnilega hafa ferðir hingað til lands snert marga ferðamenn inn í dýpstu sálarrætur. Nýlega setti einstaklingur inn færslu í hópinn þar sem viðkomandi segist hafa liðið afskaplega vel hér á landi og langi helst að eignast íslenskan vin, að minnsta kosti vin sem býr hér á landi, til að geta kynnst Íslandi enn betur.

Viðkomandi virðist óttast að hæðst verði að honum fyrir færsluna og kýs því að leggja hana fram nafnlaust. Færslan, sem er skrifuð á ensku, er ekki löng:

„Óska einhverjir einhvern tímann þess að þeir ættu vin sem býr á Íslandi? Þegar það verður staður þar sem hjarta þitt er og lætur þér líða svo vel þá bara óska ég þess að ég ætti vin þar til að tala við, heimsækja og læra af.“

Við færsluna er þó bætt við einni setningu sem gefur til kynna að höfundur færslunnar hafi óttast að fá neikvæð viðbrögð:

„Ef þú hefur ekkert fallegt að segja ekki segja þá neitt.“

Viðtökur við færslunni eru ekki miklar en einn einstaklingur setur hláturstjákn við færsluna en fjórir líka við hana með þumalstjákni eða umhyggjutjákni.

Athugasemdir eru þrjár. Tveir einstaklingar svara þeirri spurningu játandi hvort þeir vilji eignast vin sem býr á Íslandi.

Einn einstaklingur segist í sinni athugasemd vilja eignast vini á öllum stöðum sem viðkomandi ferðast til en bæti það stundum upp með því að fara í hópferðir svo hægt sé að deila reynslunni af ferðalaginu með öðrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“