Eins og með flest önnur lyf eru ýmsar aukaverkanir en sumar eru alvarlegri en aðrar.
Í mars greindum við frá því að tugir einstaklinga væru að höfða málsókn gegn Novo Nordisk, sem framleiðir bæði Ozempic og Wegovy. Þeir halda því fram að lyfjarisinn hafi ekki varað þá við hættum lyfsins.
Sjá einnig: Kæra framleiðanda Ozempic vegna aukaverkana – Mun aldrei hafa eðlilegar hægðir aftur
Í apríl var greint frá því að breska lyfjaeftirlitið væri að skoða tuttugu dauðsföll og hvort þau tengdust Ozempic og Wegovy.
Sjá einnig: Skoða hvort megrunarlyfin Ozempic og Wegovy tengist 20 dauðsföllum í Bretlandi
Það hefur einnig verið tilkynnt um aðrar óvæntar aukaverkanir, eins og að fólk missi áhugann á áfengi og sykri.
Sjá einnig: Ég tók Ozempic til að stjórna matarlystinni en uppgötvaði óvænt hliðaráhrif lyfsins
En nú greina karlmenn frá aukaverkun sem hefur bara áhrif á þá, eða réttara sagt manndóm þeirra.
Það hefur verið áhugaverð umræða um þetta á Reddit en fjöldi karlmanna lýsa erfiðleikum við að fá standpínu og viðhalda henni eftir að þeir byrjuðu á Ozempic.
Þeir segja að þeir hafi ekki átt í neinum erfiðleikum í svefnherberginu áður en þeir byrjuðu á vinsæla megrunarlyfinu, en nú sé sagan önnur. NY Post greinir frá.
„Ég er 39 ára karlmaður og átti í engum stinningarvandræðum áður en ég byrjaði á Ozempic. Ég hef nú verið á lyfinu í þrjá mánuði og testósterón gildin mín lækkuðu mjög hratt, ég er núna í meðferð til að laga þetta,“ sagði einn karlmaður.
„Ég byrjaði á Ozempic fyrir sex mánuðum og stækkaði skammtinn á fjögurra vikna fresti þar til ég var farinn að taka 1 mg. Yfir þann tíma fór ég úr því að vera alveg heilbrigður að neðan yfir í að geta varla fengið standpínu og hvað þá viðhaldið henni. Ég fékk lyfseðil fyrir Cialis og Viagra, en hvorugt hjálpar af einhverju viti,“ sagði annar og bætti við:
Maðurinn sagði að læknirinn hans hafi sagt að Ozempic ætti ekki að hafa nein áhrif á getu hans að fá og viðhalda stinningu. En samt sem áður fann maðurinn mikinn mun þegar hann hætti á lyfinu í tvær vikur.
„Ég ætla aftur á Ozempic heilsunnar vegna, ætli ég segi ekki bless við kynlíf á meðan.“