fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Fókus

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 1. maí 2024 10:35

Aníta Ósk Georgsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aníta Ósk Georgsdóttir er móðir, dóttir, vinkona, eiginkona og svo margt annað. Hún er 31 árs, hárgreiðslumeistari að mennt og starfaði sem leiðbeinandi í grunnskóla áður en hún fór í veikindaleyfi. Í haust fer hún í starfsendurhæfingu hjá Virk og lítur björtum augum fram á veginn.

Aníta er hægt og rólega að læra að lifa upp á nýtt eftir að hafa verið greind með geðhvörf. Hún fékk greininguna eftir að hafa farið í fyrsta sinn í maníu í október 2022. Eitt af því sem hún gerði nýlega í bataferlinu var að hætta að drekka áfengi.

Aníta er nýjasti gestur Fókuss, spjallþætti DV. Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan en smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni. 

video
play-sharp-fill

Þú getur líka hlustað á SpotifyApple Podcasts og hlaðvarpsþjónustu Google.

Aníta tók nýverið ákvörðun um að hætta að drekka áfengi.

„Ástæðurnar eru margar og flóknar, en aðallega því ég var alltaf á svo miklum bömmer. Ég var alltaf: Hvað var ég að gera í gær? Var ég að reyna við þennan, segja þetta við þennan, gera þetta og hitt, sagan endalausa. Ég fór í svakalega niðurtúra sem vörðu stundum í fimm daga,“ segir hún og bætir við að það sé mjög hátt gjald fyrir nokkurra klukkustunda skemmtun.

„Svo tek ég líka ákveðin lyf sem er ekki gott að drekka ofan í. Og eins og ég segi, ég þarf að hafa stjórn á öllu og þegar þú drekkur þá hefurðu ekki stjórn á sumum hlutum. Þú sleppir þér.“

Fór edrú á djammið

„Ég fór í fyrsta skiptið á „djammið“ um daginn, fór á árshátíð edrú og ég gerði allt sem ég var vön að gera,“ segir Aníta, sem skemmti sér konunglega, dansaði og endaði kvöldið með pepperoni taco samloku fyrir framan sjónvarpið heima.

„En ég er alls ekki að dæma aðra fyrir að vilja vera gjörsamlega sósaðir, það er allt í lagi. Ég ber virðingu fyrir því fólki alveg eins og þau þurfa að bera virðingu fyrir minni ákvörðun.“

Aníta ræðir nánar um lífið, bæði fyrir og eftir greiningu, bataferlið og fleira í Fókus. Horfðu á þáttinn í heild sinni hér eða hlustaðu á Spotify.

Fylgstu með Anítu á Hennar heimur, bæði á Instagram og Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl
Hide picture