fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fókus

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Fókus
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Britney Spears hefur verið reglulega í fréttum að undanförnu vegna undarlegrar hegðunar. Eftir langa og stranga baráttu, meðal annars með aðstoð hreyfingarinnar #freebritney, fékk hún loks lögræði frá föður sínum árið 2021.

Það var árið 2008 að söngkonan var svipt lögræði og þótti hún ekki hæf til að taka ákvarðanir um eigið líf og fjárhag. Þetta gerðist að kröfu föður hennar, Jamie Spears, sem hafði áhyggjur af andlegri heilsu dóttur sinnar. Ýmislegt hafði gengið á í lífi hennar áður en að þessu kom; hún skildi við eiginmann sinn, Kevin Federline, árið 2007 og átti í harðri forræðisdeilu við hann í kjölfarið.

Þessi lögræðissvipting átti aðeins að standa yfir tímabundið en hún var alltaf framlengd frá ári til árs, eða allt til ársins 2021 að dómari í Los Angeles kvað upp endanlegan úrskurð.

Undarleg hegðun

Á þeim tæpu þremur árum sem liðin eru hefur Britney komið sér reglulega í fréttirnar fyrir undarlega háttsemi. Hefur hún til dæmis birt af sér nektarmyndir á samfélagsmiðlum svo eitthvað sé nefnt.

Hún gekk í hjónaband með leikaranum Sam Asghari í júní 2022 en þau Britney höfðu verið saman frá árinu 2016. Þau skildu í fyrra eftir 13 mánaða hjónaband og gerðist það í kjölfar frétta þess efnis að hún hefði ráðist á hann meðan hann svaf og veitt honum áverka.

Synir hennar og Kevins Federline, Preston og Jayden, 18 og 17 ára, fluttu svo til Hawaii með föður sínum ekki alls fyrir löngu og biðluðu um leið til móður sinnar að hætta að fækka fötum og birta ögrandi myndir á Instagram.

Á góðri leið með að fara í þrot

The Sun segir að hjá Britney hafi hlutirnir aðeins versnað á síðustu misserum. Hún er sögð vera á góðri leið með að setja sig á hausinn með reglulegum lúxusferðum sínum til fjarlægra staða þar sem hún splæsir í flug með einkaþotum og borgar undir þjóna og starfsfólk á lúxushótelum.

„Það er enginn sem fylgist með henni. Líf hennar er í frjálsu falli,“ segir heimildarmaður The Sun og bætir við að Britney lifi eins og hver dagur sé hennar síðasti. „Það veldur manni áhyggjum að hugsa til þess hvar hún verður eftir nokkur ár.“

Stjórnlaus

Mál Britney kom einnig til umræðu hjá TMZ í gærkvöldi þar sem rætt var við Dr. Charles Sophy, virtan bandarískan geðlækni sem hefur meðal annars starfað með Paris Hilton, Michael Jackson og Mel B.

Charles segir að það hafi augljóslega verið góð og gild ástæða fyrir því að Britney var svipt lögræði á sínum tíma. Hann telur það hafa verið mistök að veita Britney frelsi á sínum tíma. Það hafi komið illa niður á henni sjálfri.

„Þegar þú glímir við geðsjúkdóm af þessari tegund þá þarftu að hafa einhvern ramma og stuðning,“ segir Charles sem bætir við að það mikilvægasta af öllu sé þó að taka þau lyf sem læknar hafa ávísað.

Telur hann augljóst að Britney hafi hætt að taka lyfin sín þar sem hegðun hennar og framkoma minni á einstakling í maníu. „Það getur enginn stjórnað henni, hún er stjórnlaus að mörgu leyti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl