Hjónin Brynja Nordquist og Þórhallur Gunnarsson hafa sett glæsilega eign sína á Nýlendugötu á sölu en þar hefur parið búið í tæpa þrjá áratugi. Um er að ræða hæð sem er tæplega 146 fermetrar að stærð og er ásett verð 179,9 milljónir króna.
Í færslu á Facebook segir Þórhallur að hjónin eigi eftir að kveðja húsið með söknuði.
„Áður fyrr hélt ég að ekki væri hægt að tengjast húsi tilfinningalegum böndum en það er rangt. Líklega er ástæðan sú að á hverju ári höfum við farið í framkvæmdir með hjálp frábærra arkitekta og listamanna í smíðum. Þannig tókst okkur að færa húsið í upprunalegt horf að utanverðu og gera mikla endurbætur að innan. Við fengum stuðning frá Húsfriðunarvernd sem við erum þakklát fyrir og erum stolt af því að hafa fengið viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir þetta fallega hús,“ skrifar Þórhallur og bætir við:
„Einhver kallaði þetta “Hús hamingjunnar” sem er svolítið væmið en eftir því sem við best vitum hefur öllum liðið vel sem hafa búið í húsinu. En… án þess að alhæfa um tilfinningar fyrri eigenda getum við Brynja fullyrt að hér höfum við verið hamingjusöm.“
Færsla Þórhalls í heild sinni: