fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 25. apríl 2024 12:00

Hathaway hóf sinn feril árið 2001. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndaleikkonan Anne Hathaway lýsir hræðilegri lífsreynslu þegar verið var að velja leikara fyrir bíómynd. Var hún látin fara í sleik við tíu menn.

„Skömmu eftir árið 2000, og þetta kom fyrir mig, var það algengt að biðja leikara um að fara í sleik við aðra leikara til þess að prófa sambandið á milli þeirra, sem er reyndar versta leiðin til að gera það,“ sagði Hathaway í viðtali við tímaritið V fyrir skömmu.

Hún lýsir sinni hræðilegu reynslu af þessu.

„Mér var sagt: Við fáum 10 gaura inn í dag og þú ert valin í hlutverkið. Ertu ekki spennt að fara í sleik við þá alla? Og ég hugsaði: Er eitthvað að mér? Af því að ég var ekkert spennt fyrir þessu. Þetta hljómaði viðbjóðslega,“ sagði Hathaway.

Vildi ekki vera stimpluð „erfið“

Anne Hathaway er 41 árs gömul í dag. Hún hefur leikið í kvikmyndum á borð við The Devil Wears Prada, Rachel Getting Married og Love & Other Drugs. Þá hefur hún einnig verið kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni. Fyrsta kvikmyndin sem hún lék í var The Princess Diaries árið 2001.

„Ég var svo ung og svo hræðilega meðvituð um hversu auðvelt það gat verið að verða stimpluð „erfið“, þannig að ég þóttist vera spennt og gerði þetta. Þetta var samt ekki valdbeiting. Enginn var að reyna að vera vondur við mig eða skaða mig,“ sagði Hathaway. „Þetta var allt annar tími og nú vitum við betur.“

Hathaway greindi ekki frá hvaða kvikmynd það var sem þetta atvik átti sér stað fyrir. Ekki heldur hverjir þessir tíu karlleikarar voru.

Neistinn var kominn

Hún bar saman þessa aðferð við þá aðferð sem er notuð í nýjustu kvikmynd hennar, The Idea of You þar sem Hathaway leikur einhleypa móður á fimmtugsaldri sem á í ástarsambandi við 24 ára gamlan söngvara úr strákabandi.

„Við báðum alla leikarana um að velja lag sem þeir héldu að karakterinn þeirra myndi elska, sem karakterinn myndi setja á fóninn og dansa við, og svo héldum við stuttan spunaleik,“ sagði Hathaway.

Sá sem hreppti hlutverkið heitir Nicholas Galitzine sem valdi lag með Alabama Shakes.

„Ég heyrði rödd söngvarans og byrjaði að brosa. Hann sá mig brosa og slakaði á, svo byrjuðum við að dansa,“ sagði Hathaway. „Enginn var að monta sig af neinu. Enginn var að reyna að fá hlutverkið. Við vorum bara að dansa . Ég horfði til hliðar og sá leikstjórann Michael Showalter ákveðinn. Neistinn var kominn!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
Fókus
Í gær

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Í gær

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set