Margrét Friðriksdóttir, athafnaskona og ritstjóri Fréttarinnar.is, hefur tekið upp nýtt millinafn. Hún segir í færslu á Facebook-síðu sinni að það hafi komið sér á óvart hvað ferlið tók stuttan tíma.
Margrét, sem um tíma íhugaði það alvarlega að bjóða sig fram sem forseta lýðveldisins, tók þá „stóru ákvörðun“ að taka upp millinafn afa síns heitins, McArthur
.“Frændi minn nefndi þetta við mig að ég tæki þetta nafn upp eins og hann og við myndum halda nafni afa okkar sem var mikill aðalsmaður og kraftakall i heiðri. Èg sótti um ì þjóðskrá og það sem kom mér mest á óvart að það var búið að afgreiða þetta eftir 3 daga. Komið inn í heimabankann, þjóðskrá, Ísland.is og svo framvegis,“ skrifar Margrét sem í dag heitir opinberlega Margrét McArthur Friðriksdóttir.