Snorri Másson, ritstjóri með meiru, vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, bankaði óvænt upp á fyrr í dag ásamt kollega sínum Bergþóri Ólafson, alþingismanni.
Sigmundur Davíð og Bergþór voru þar mættir til „að ræða málin“ og voru skömmu síðar mættir inn í stofu hjá Snorra.
Ekki var þó allt sem sýndist en heimsóknin var liður í steggjun Snorra sem að mun giftast unnustu sinni, fjölmiðlakonunni Nadine Guðrúnu Yaghi, í júní og höfðu vinir hans fengið alþingismennina til að hjálpa sér við hrekkja Snorra.
Nadine birti sjálf mynd innan úr stofunni á samfélagsmiðlum og greinilegt er að hrekkurinn heppnaðist vel því fjölmiðlakonan sagði einfaldlega að andrúmloftið í stofunni hefði verið afar vandræðalegt, þar til hiða sanna kom í ljós.