Margret Ýr Ingimarsdóttir, sem hefur gjarnan verið kölluð ein af eftirsóttustu einhleypu konum landsins, er að slá sér upp með einum ríkasta manni landsins, Reyni Finndal Grétarssyni.
Samkvæmt heimildum DV hafa þau verið að hittast síðan í lok síðasta árs. Margrét er kennari og eigandi Hugmyndabankans. Reynir var einn af stofnendum CreditInfo og hagnaðist um tíu milljarða þegar hann seldi 30 prósent í félaginu. Hann á enn þá fjörutíu prósent.
Margrét og Reynir hafa verið dugleg að ferðast saman, eins og til Tenerife og Þýskalands, þar sem hann a fasteignir. Að sögn heimilda DV eyða þau miklum tíma saman í Hofslundi þegar Reynir er á landinu, í glæsihúsi sem Berglind Berndsen hannaði fyrir Margréti og fyrrverandi eiginmann hennar, lögmanninn Ómar R Valdimarsson. Það var um tíma á sölu á 199 milljónir krónur.
Sjá einnig: Ómar selur hönnunarhöllina í Garðabæ – „Ég get heitið frábærum nágrönnum og dásamlegu hverfi“
Reynir var áður í sambandi með Ragnheiði Guðfinnu Guðnadóttur, ráðgjafa í vinnusálfræði og fyrrverandi fegurðardrottningu.