Svona hefst myndband bandarísku konunnar Dani Lutin á TikTok. Saga hennar hefur vakið mikla athygli og vekur vonandi marga til umhugsunar að taka ekki öllu sem þeir sjá á netinu sem heilögum sannleika.
„Fyrir sex árum var ég að fylgja mjög þekktum heilsuáhrifavaldi, sem bjó til heildrænar (e. holistic) uppskriftir og var að reyna að lækna líkama sinn af krónískum veikindum. En ég var á þeim tíma líka að glíma við krónísk veikindi og leitaði mikið til hennar varðandi ráð og annað,“ segir hún.
„Einn daginn rakst ég á eitt myndband frá henni þar sem hún sagði að það gæti hjálpað meltingunni að þekja appelsínu með kanil og cayenne pipar og borða hana, með berkinum og allt. Það var mjög erfitt að koma þessu niður en ég gerði það, ég hélt að ég væri að gera þetta í nafni heilsunnar. Ég hélt ég væri að gera það rétta fyrir líkama minn og ég myndi njóta góðs af þessu. Svo rangt!“
Dani varð svo veik að hún endaði á spítala. „Og þegar læknirinn spurði hvort ég hefði borðað eitthvað undanfarna 24 tíma og ég sagði honum að ég hafi borðað appelsínu með kanil og cayenne pipar, berkinn líka. Hann horfði á mig og spurði: „Af hverju gerðir þú það?“ Og veistu hverju ég svaraði: „Ég sá einhvern gera það á netinu.“ Um leið og ég sagði þetta upphátt þá vissi ég að ég verðskuldaði þetta.“
Dani þurfti að kljást við afleiðingarnar í marga mánuði. Eftir að hafa farið til sérfræðings og gengist undir rannsóknir kom í ljós að hún hafði brennt vélindað sitt.
„Ég sá umræddan áhrifavald endurbirta þetta myndband fyrir tveimur árum og ég varð svo reið. Því hún er með milljónir fylgjenda sem leita til hennar fyrir ráð og upplýsingar,“ segir hún.
@lutinii A reminder not to believe everything you see on the internet in any and every case. Just because someone has a large following does not make them equipped to give advice to on anything. No one body is the same and there is no one size fits all!!!! Be careful out there #chronicillness #storytime #healthandwellness ♬ Monkeys Spinning Monkeys – Kevin MacLeod & Kevin The Monkey
Dani tekur það fram að hún notist enn við heildræna nálgun þegar viðkemur flestu í lífi hennar, en það er ekki alltaf rétta lausnin eða eitthvað sem hentar öllum.
„Við erum svo ólík og það sem hentar einum hentar ekki öðrum. Það er hættulegt að mæla með einhverju fyrir einhvern og segja að þetta muni lækna meltingarvandamál þín. En það er ennþá hættulegra að trúa öllu sem þú sérð,“ segir hún og bætir við að hún líti svo á að áhrifavaldar beri ábyrgð á efninu sem þeir birta á samfélagsmiðlum, þá þurfum við, neytendur að vera meðvitaðir og ekki taka öllu sem heilögum sannleika.
„Þetta var í síðasta skipti sem ég hlustaði á heilsuáhrifavald.“
Við nánari athugun virðist þetta vera frekar vinsælt ráð í heilsu- og lífsstílsheimi samfélagsmiðla. Hægt er að finna ótal myndbönd á TikTok þar sem áhrifavaldar mæla með þessu en vert er að hafa orð Dani í huga, að það sem virkar fyrir suma virkar ekki endilega fyrir aðra.
@sonyased5 Its honestly really hard to swallow but it works. Yes you have to eat the peel also #fyp #viral #hack #relatable ♬ الصوت الأصلي – انمار جاكسون