fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Íslendingar fljúga snemma úr hreiðrinu – Goðsögnin um ítölsku mömmustrákana er sönn

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 14. apríl 2024 17:00

Það er stór stund að flytja að heiman. Mynd/OpenartAI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú stund þegar blessuð börnin flytja að heiman er martröð hverra foreldra…eða draumur. Að minnsta kosti er það heilmikil breyting fyrir fjölskylduna, börnin sjálf og vitaskuld foreldrana líka.

Afar mismunandi er hversu gömul „börnin“ eru þegar þau flytja að heiman og sum komin mjög vel inn á fullorðinsárin. Jafn vel farin að nálgast það að verða miðaldra. Goðsögnin um „ítölsku mömmustrákana“ er vel þekkt. Rígfullorðna karlmenn sem búa hjá mömmu sinni sem eldar ofan í þá spagettí og þrífur af þeim brækurnar. En er þetta goðsögn?

Evrópusambandið heldur utan um gögn sem sýna hvenær fólk flytur að heiman, það er meðalaldur þess, og er hann mjög mismunandi á milli landa. Ýmislegt spilar þar inn í, svo sem menningarlegur munur, lýðfræðileg samsetning, húsnæðisverð, menntunarstig og fleira.

Eins og sést á meðfylgjandi mynd er Ísland á meðal þeirra landa þar sem fólk flytur sem yngst að heiman, aðeins 22 ára að meðaltali. Sjálfsagt var þessi aldur enn lægri á árum áður, þá var algengt að fólk væri flutt að heiman og jafn vel byrjað að eignast börn á unglingsaldri eða rúmlega það. Engu að síður er 22 ár lágur aldur í samanburði við flestar Evrópuþjóðir.

Norðurlöndin í sérflokki

Ekki Norðurlöndin þó. Íslendingar eru, ásamt Dönum, þeir sem flytja seinastir að heiman á því svæði. Svíar og Finnar eru að meðaltali 21 árs þegar þeir fljúga úr hreiðrinu og Norðmenn aðeins tvítugir. Norðmenn eru reyndar yngstir allra til að flytja úr foreldrahúsum.

Á hinum endanum eru aðallega lönd við Miðjarðarhafið og á Balkanskaga. Þannig að goðsögnin um ítölsku mömmustrákana á sér stoð í raunveruleikanum. Ítalir eru þrítugir þegar þeir flytja að heiman, eins og reyndar Spánverjar og Portúgalir líka.

Bosníumenn hálffertugir í foreldrahúsum

Þetta er þó lágur aldur miðað við Bosníumenn, sem hanga lengst allra í foreldrahúsum. Hinn venjulegi Bosníumaður flytur ekki að heiman fyrr en hann er orðinn 34 ára gamall. Í næstu sætum á eftir koma ýmsar Balkanþjóðir, svo sem Króatar, Serbar og Grikkir.

Á milli Norðurlandanna og Miðjarðarhafslandanna koma flestar þjóðir vestur, mið og austur Evrópu. Almennt séð flytur vesturálfu fólk fyrr að heiman en austurálfu, með undantekningum þó. Til dæmis flytja Úkraínumenn að heiman aðeins 22 ára.

Bretar flytja að heiman 25 ára, Frakkar 23, Þjóðverjar 24, Pólverjar 29 og Rússar 25 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda