„Ég er mjög gjörn á að tala af mér. Þegar ég er skotin í einhverjum finn ég mig oftast knúna til að halda mjög langar ræður um það. Lagið varð til þegar ég var 17 ára og að upplifa þessar stóru tilfinningar í fyrsta skipti. Ég var alveg að springa úr tjáningarþörf svo ég samdi þetta lag.“
„Þegar ég samdi þetta lag var það mjög einfalt í flutningi. Ég spilaði það ein á gítarinn minn og söng það frekar blíðlega. Núna er soundið jafn stórt og tilfinningarnar sem ég var að semja um sem unglingur.“
„Við Hafsteinn vorum mjög innblásin af 90s grunge rocki þegar við vorum að vinna þetta lag. Selló, rífandi gítar, trommur, bassi og ekkert rugl, bara allar stóru tilfinningarnar bakaðar inn í mixið.“
Fyrsta plata Unu í fullri lengd mun koma út 26. apríl næstkomandi.
„Yfir strikið var síðasta lagið inn á plötuna. Ég mundi eftir því þegar við hljómsveitin mín vorum að leggja af stað í hringferð um landið síðasta sumar. Á einni æfingunni datt okkur í hug að setja lagið í grunge-rock búning og ákváðum að spila það svoleiðis á túrnum. Þegar við komum heim var ég sannfærð um að Yfir strikið yrði að vera með á plötunni.“