Alrún er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hún ræðir um kinkí samfélagið, BDSM-hneigð, bindingar, samþykki og traust. Horfðu á brot úr þættinum um bindingar hér að neðan eða smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni.
Það er einnig hægt að hlusta á Spotify, Apple Podcasts og hlaðvarpsþjónustu Google.
„Síðan ég man eftir mér hef ég alltaf fílað að vera fjötruð, bundin, handjárnuð, eða að fjötra annað fólk,“ segir Alrún.
Fyrir um sex árum kynntist hún bindingum fyrir alvöru. „Ég sá fólk gera þetta í [fyrsta BDSM partýinu sem ég mætti í].“ Alrún ræddi nánar um partýið í þættinum.
Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um BDSM partý á Íslandi
„Þetta heitir Shibari og eru japanskar bindingar, alveg eldgamalt […] þetta eru bindingarpyntingar, þetta var notað til að binda og pynta fanga í kringum sautjándu öld,“ segir Alrún.
Með árunum fór fólk að færa þessa bindingartækni inn í svefnherbergið og síðar kom þetta til vestræna samfélagsins.
„Fólk fær misjafnt út úr þessu. En þetta er mitt aðal fetish áhugamál, ég elska þetta. Ég elska að binda og ég elska líka að vera bundin,“ segir hún.
Alrún fer yfir ýmsar ástæður fyrir því að fólk vilji láta binda sig.
„Þetta getur verið það sem þú vilt. Þetta getur verið eitthvað kinkí sem þú ert að gera í svefnherberginu. Þetta getur verið list, þetta getur verð að hafa gaman á milli vina, eða hugleiðsla og til að ná ró og slaka á. Þetta getur verið leið til að vera náin makanum þínum […] Þetta getur líka vera sadómasókískt,“ segir hún.
„Þetta þarf ekki að vera kynferðislegt einu sinni. Ég geri alveg bæði, ég stunda bæði kynferðislegar bindingar og ekki kynferðislegar. Eins og ég segi, þetta getur verið það sem þú vilt að þetta sé.“
Alrún útskýrir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.
Fylgstu með Alrúnu á Instagram og skoðaðu það sem hún kallar „kinkí“ Instagram-síðuna hennar hér, en þar deilir hún öllu sem viðkemur kinkí lífsstílnum, list og öðru skemmtilegu.