fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

„Það er svo margt sem getur verið BDSM, það er ekki bara eitthvað í svefnherberginu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 5. apríl 2024 12:21

Alrún Ösp Herudóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alrún Ösp Herudóttir hefur verið virk í BDSM senunni hér á landi um árabil. Hún er fyrrverandi stjórnarmeðlimur BDSM samtakanna á Íslandi og er annar þáttastjórnandi hlaðvarpsins Fullorðins.

Alrún er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hún ræðir um kinkí samfélagið, BDSM-hneigð, bindingar, samþykki og traust. Þá ræðum við BDSM-partý hér á landi og hvað á sér stað á slíkum viðburðum og margt fleira í þættinum sem má horfa á hér að neðan.

video
play-sharp-fill

Það er einnig hægt að hlusta á Spotify, Apple Podcasts og hlaðvarpsþjónustu Google.

Hvað er BDSM?

„Alltaf þegar ég fæ þessa spurningu þá hugsa ég: Hvar á ég að byrja? Því þetta er svo miklu meira en fólk heldur. Fólk er með þessa ímynd sem það sér í bíómyndum eða klámi, að þetta sé eitthvað ákveðið, en þetta er svo miklu meira,“ segir Alrún.

„Hvað er BDSM? Það er svo margt sem getur verið BDSM. Það er ekki bara eitthvað í svefnherberginu, eins og að flengja, binda eða eitthvað. Ég segi alltaf að BDSM er þegar fólk er að leika leiki eða er í samböndum og það er alltaf einhvers konar valdadýnamík í gangi, eða hlutverkaskipti, hlutverkaleikir og fantasíuleikir. En fólk, pör eða leikfélagar, ræður því hvað það gerir, hvernig leikirnir, fantasíurnar eða senurnar eru. Það getur verið svo alls konar.“

Annar aðilinn drottnar og hinn er undirgefinn, þetta er kallað að vera „dom“ og „sub“ í senunni, sem er stytting á orðunum „dominant“ og „submissive.“

Alrún útskýrir einnig nánar hvað hún á við með „að leika.“ „Við notum mikið orðið að leika þegar fólk er að stunda BDSM eða er að gera eitthvað BDSM-tengt, einhverja senu eða leik,“ segir hún.

„Flestallir, held ég, sjá eitthvað um BDSM og þá kemur þessi mynd [upp í hugann], að það sé verið að lemja fólk og að þetta sé ofbeldi. Eða að þetta sé eitthvað ógeðslega skrýtið og furðulegt. En það er svo rangt, það er svo röng mynd.“

Alrún Ösp Herudóttir. Mynd/Instagram @alrunvargynja

Snýst ekki bara um kynlíf

BDSM snýst ekki bara um kynlíf og það er mjög misjafnt hvernig BDSM-hneigt fólk stundar það. Fyrir Alrúnu er valdadýnamíkin bæði hluti af því sem gerist í svefnherberginu og utan þess.

„Ég til dæmis leik við annað fólk en stunda ekki kynlíf með þeim. En svo á ég líka félaga og við erum með okkar dýnamík. Eins og með öðru fólki sem ég er stundum að leika BDSM-leiki með, það fer eftir hvaða manneskja það er hvaða hlutverk ég fer í. Ég er switch, sem þýðir að ég bæði drottna og er undirgefin. Ég get skipt. Sumir eru bara drottnarar og sumir eru bara undirgefnir. En ég er bæði,“ segir hún.

Alrún verður 35 ára í næsta mánuði en hefur lengi vitað að hún væri „öðruvísi.“ Þegar hún var yngri var lítið rætt um BDSM og þá aðallega á mjög neikvæðan hátt.

„Það var enginn sérstakur aldur þar sem ég var eitthvað: „Hey, ég fíla BDSM.“ Ég hef alltaf verið öðruvísi, kinkí, síðan ég man eftir mér. Ég var ekkert að kalla þetta eitthvað, það var bara gaman að gera öðruvísi hluti. Ég man ekki eftir einhverju ákveðnu augnabliki þar sem ég var: „Já, ég er svona,“ heldur hefur þetta alltaf verið inni í mér.“

Það eru komin um sex ár síðan Alrún kynntist BDSM samfélaginu hér á Íslandi. Fyrir það bældi hún kynhneigð sína niður og var í – það sem er kallað – „vanilla“ samböndum.

„Ég var að reyna að vera eitthvað eðlileg,“ segir hún og hlær.

Mynd/Instagram @vargynja_

Lærði að setja mörk

„Eitt af því sem var stórt í minni uppgötvun og því ferli [var að læra að setja mörk]. Maður vissi alltaf hvað BDSM var en maður vissi ekki virkilega um hvað það snýst. Þegar ég byrjaði að kynnast öllu þessu nýja fólki, sem eru margir hverjir góðir vinir mínir í dag og alveg æðislegir, fór ég að læra svo ógeðslega mikið um mörk, virðingu, að eiga samtöl og heiðarleg og opin samskipti. Þetta sprengdi á mér hausinn. Þetta var svo allt annað og miklu meira en ég hélt að þetta væri. Ég er ógeðslega þakklát fyrir að hafa lært allt það sem ég kann í dag og veit um. Það er þessu samfélagi að þakka að ég lærði að setja mörk fyrir sjálfa mig, ég lærði að eiga samtöl við fólk sem maður hafði ekki einu sinni í venjulegum samböndum áður fyrr,“ segir Alrún.

Alrún segir frá fyrsta BDSM-partýinu sem hún fór í og lýsir því sem á sér stað á slíkum viðburðum í þættinum sem má horfa á hér að ofan. Hún ræðir einnig um mikilvægi trausts, að setja og þekkja eigin mörk, bindingar og margt fleira. Þú getur einnig hlustað á Fókus á Spotify.

Fylgstu með Alrúnu á Instagram og skoðaðu það sem hún kallar „kinkí“ Instagram-síðuna hennar hér, en þar deilir hún öllu sem viðkemur kinkí lífsstílnum, list og öðru skemmtilegu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Hide picture