fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Svarar loksins fyrir þrálátan orðróm um að hún hafi tekið sveindóm Harry Bretaprins

Fókus
Föstudaginn 5. apríl 2024 08:37

Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Elizabeth Hurley, sem er hvað þekktust fyrir leik sinn í Austin Powers myndunum og Gossip Girl þáttunum, blæs á kjaftasögur um að hún hafi tekið sveindóm Harry Bretaprins.

Harry greindi frá því í sjálfsævisögu sinni, Spare, að hann hafi misst sveindóminn þegar hann var sautján ára með eldri konu. Þau sváfu saman á akri á bak við pöbb.

„Þetta tók fljótt af, hún sló mig síðan á rassinn og sendi mig á brott,“ sagði hann í bókinni en lét hjá líða að nafngreina konuna.

Orðrómur hefur verið á kreiki um að Elizabeth Hurley sé umrædd kona.

„Það er hlægilegt!“ sagði hún í spjallþætti Andy Cohen á miðvikudaginn þegar hann spurði hana út í málið.

Elizabeth, 58 ára, segir að hún hefur aldrei hitt Harry, 39 ára.

Ástæðan fyrir því að fólk grunaði að leikkonan hafi sofið hjá prinsinum var því hún bjó á stóru býli í suðurhluta Englands frá 2002 til 2015, í Gloucestershire, einmitt sýslan þar sem Harry missti sveindóminn, á bak við pöbbinn Tunnel House Inn.

En leikkonan þvertekur fyrir þetta og segir einfaldlega um tilviljun að ræða að þau hafi verið í sömu sýslunni á sama tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024