fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

„Ég var reiður ungur maður, að segja má byltingarmaður án málstaðar“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 1. apríl 2024 18:00

Guðmundur segir að endalaus fækkun í Þjóðkirkjunni geti ekki gengið. DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Karl Brynjarsson er einn af þeim þremur sem hefur fengið flestar tilnefningar til embættis biskups Íslands. Þessi hógværi Suðurnesjamaður hefur ekki alltaf gengið á guðs vegum og um tíma tók hann biblíutextann full bókstaflega. En hann er ekki hræddur við að endurskoða sjálfan sig og verða farvegur fyrir gott fólk að vinna góð verk innan kirkjunnar.

Við hittum séra Guðmund fyrir í Lindakirkju í Kópavogi, þar sem hann hefur þjónað í rúm tuttugu ár. Hann tekur á móti okkur með Marvin, sjö vetra vinalegum rakka og leiðir okkur um kirkjuna.

Lindakirkja er ein af nýjustu kirkjum landsins, byggð árið 2008 og margt er enn þá óunnið. Þetta er  verk í vinnslu og stöðugum breytingum. Inni í kapellunni er altarið hrátt vinnuborð frá Ístak með prjónuðum dúk, og í inni í kirkjunni standa endurnýttir bekkir úr Keflavíkurkirkju ásamt stólum úr gamla félagsheimilinu í Kópavogi. Altaristöfluna vantar en Guðmundur segir að stefnan sé sett á að koma fyrir skjá eða myndvarpa, lifandi altaristöflu.

Guðmundur hefur þjónað hérna frá upphafi, reyndar áður en kirkjan var byggð, en þá hafði hann aðsetur í litlu timburhúsi og messurnar fóru fram í húsnæði Lindaskóla.

„Áherslan hefur verið á að byggja upp starfið. Bygging kirkjunnar hefur auðvitað liðið fyrir það að einhverju leyti,“ segir Guðmundur. Steinsteypan skiptir okkur minna máli en fólkið en Lindasókn er í dag á meðal þeirra þriggja fjölmennustu á landinu. Hún telur um 15 þúsund sálir og hefur fleiri fermingarbörn en nokkur önnur.

Reiður og réði ekki við neysluna

Guðmundur gekk í Fjölbrautaskólann í Keflavík en félagslífið skipti hann meira máli en námið. Hann skrifaði í skólablöðin og sá fyrir sér að verða blaðamaður og starfa á fjölmiðlum eða við kvikmyndagerð í framtíðinni. En mikill tími fór líka í djammið.

„Það voru ákveðnar kringumstæður sem urðu til þess að ég áttaði mig á því að ég réði ekkert við þetta,“ segir Guðmundur.

„Ég var reiður ungur maður, að segja má byltingarmaður án málstaðar. Ég horfði á heiminn með mínus fyrir framan,“ segir Guðmundur. Honum voru kenndar bænir í æsku en önnur trúarinnræting var ekki á heimilinu en engu að síður var hann í mikilli uppreisn gegn trúnni.

„Ég var guðsafneitari og Jesús fór sérstaklega í taugarnar á mér. Það er vegna þess að Jesús er svo afgerandi persóna að þú verður að taka afstöðu til hans. Svona gekk þetta í nokkur ár.

„Það var ekki fyrr en ég fann að ég var ekki lengur við stjórnvölinn, að ég réði ekki við eigin neyslu, að það opnaðist leið að trúnni,“ segir Guðmundur. „Allt í einu var ég orðinn opinn og leitandi. Rosalega eirðarlaus. Ég fann að ekkert var að ganga upp hjá mér.“

Þetta brot er hluti af helgarviðtali við Guðmund, viðtalið má lesa í heild sinni hér:
Guðmundur var pönkari en vill nú verða biskup – „Sumum fannst það pirrandi að ég skuli hafa hætt að djamma“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“