fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fókus

Af hverju höldum við páska?

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 28. mars 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn föstudag í þættinum Vikan með Gísla Marteini fór Berglind Festival á stúfana og spurði fólk á förnum vegi um páskana og hvers vegna haldið væri upp á þá. Af fréttaflutningi af innslaginu að dæma virtust viðmælendur hennar hafa litla sem enga þekkingu á páskunum. Af því tilefni þótti ritstjórn DV tilvalið að gera stuttlega grein fyrir því hvað páskarnir eru og hvers vegna haldið er upp á þá, hér á Íslandi og víðast hvar um heiminn.

Í stuttu máli þá má lýsa páskunum sem mestu hátíð kristninnar. Á páskunum minnast kristnir dauða og upprisu Jesú Krists. Á skírdag hélt hann síðustu kvöldmáltíð sína með lærisveinum sínum. Á föstudeginum langa var hann krossfestur og tekinn af lífi en kristnir menn trúa því að með þessum hætti hafi Jesú dáið fyrir syndir manna. Á sjálfan páskadag halda kristnar kirkjur síðan upp á það að á þessum degi er talið að Jesú Kristur hafi risið upp frá dauðum.

Í stuttri samantekt er ekki rými til þess að gera ítarlega grein fyrir öllum hliðum páskana og uppruna þeirra en í meginatriðum má segja að eins og önnur mikilvæg kristin hátíð, jólin, byggi páskarnir á hátíð sem er hluti af eldri trúarbrögðum en kristnin er, í tilfelli páskanna nánar tiltekið páskum Gyðinga.

Tímasetningin helsta skýringin

Hjalti Hugason, prófessor emeritus í guðfræði við Háskóla Íslands, tók saman árið 2006, á Vísindavef Háskóla Íslands, það helsta sem varðar tengsl páska Gyðinga og páska kristinna.

Hjalti minnir á að fyrrnefnda hátíðin eigi sér lengri sögu:

„Á henni minntust Ísraelsmenn hinir fornu og síðar Gyðingar frelsunar forfeðra sinna úr ánauðinni í Egyptalandi eins og lesa má um í Annarri Mósebók í Gamla testamentinu.“

Hjalti segir að helsta ástæða þess að kristnir og Gyðingar halda upp á páska á svipuðum tíma sé að þeir atburðir sem kristnir minnast á sínum páskum hafi einmitt átt sér stað á meðan páskum Gyðinga stóð. Þessi tengsl hafi orðið til þess að páskahátíð kristinna hafi verið byggð á páskum gyðinga.

Hjalti segir að fljótlega eftir að páskar kristinna manna komu til sögunnar hafi verið farið að líta svo á innan kirkjunnar að tengsl væru á milli þeirra og páska gyðinga þegar kom að inntaki hátíðanna:

„Báðar voru þær haldnar til að fagna frelsun. Gyðingarnir minntust frelsunarinnar undan Egyptum en kristnir menn frelsunar undan synd og sekt til lífs með Guði.“

Fljótlega hafi þó dregið í sundur með þessum tveimur páskahátíðum. Páskar Gyðinga séu alltaf haldnir á sérstökum mánaðardegi samkvæmt tímatali þeirra, hebreska tímatalinu. Kristnir menn hafi hins vegar minnst upprisu Krists, páskadagsins, ætíð á sunnudegi og miðað hátíðina við fyrsta sunnudag eftir fyrsta fulla tungl eftir jafndægur á vori (19.-21. mars, innsk. DV). Páskar kristinna hafi því orðið færanleg hátíð.

Páskar Gyðinga hefjast alltaf, samkvæmt hinu hebreska tímatali, á 15. degi mánaðarins Nisan. Það er hins vegar breytilegt hvenær páskar Gyðinga eru haldnir samkvæmt hinu gregoríanska tímatali sem stuðst er við víða í hinum kristna heimi en mánuðir hins hebreska tímatals eru miðaðir við gang tunglsins.

Tengsl gyðingdóms og kristni

Hjalti segir þá staðreynd að bæði Gyðingar og kristnir halda upp á páska undirstriki þau sögulegu tengsl sem eru á milli gyðingdóms og kristni. Kristni sé sprottin úr gyðingdómi og hafi verið í upphafi í raun ekki annað en gyðinglegur söfnuður með sérstakar áherslur. Mikið af trúariðkun kristinna manna sé því sótt til gyðingdóms og þessi trúarbrögð eigi sameiginleg trúarrit, bækur Gamla testamentisins. Páskarnir séu því ekki eina atriðið sem tengi trúarbrögðin.

„Páskarnir eru eitt dæmi um það hvernig kristin trú tekur upp eldri hugmyndir, túlkar þær í nýju ljósi og gefur þeim nýtt inntak,“ skrifar Hjalti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir mikilvægustu sjálfsræktina felast í þessu

Ragnhildur segir mikilvægustu sjálfsræktina felast í þessu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paris Hilton birtir sláandi myndband af heimili sínu

Paris Hilton birtir sláandi myndband af heimili sínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu