fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Tvífari Katrínar tjáir sig um samsæriskenningar um myndbandið umdeilda – „Ég er með fjarvistarsönnun“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 20. mars 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin breska Heidi Agan hefur haft lifibrauð sitt af því síðustu 12 ár að vera tvífari Katrínar hertogaynju. Nú um helgina sást til Katrínar og eiginmanns hennar, Vilhjálms Bretaprins, í heimsókn í uppáhalds bændabúð þeirra nálægt heimili þeirra í Windsor.

Þar sem ekkert hefur sést til Katrínar síðan hún gekkst undir kviðarholsaðgerð í lok janúar hafa sögusagnir flogið um hvar hún er og hvað kom fyrir hana, allt frá því að hún sé að jafna sig eftir „brasilíska rasslyftingu“ eða í dái, grínast hefur verið með að hún sé keppandi í The Masked Singer sjónvarpsþættinum eða gæti jafnvel hafa verið rekin frá konungsfjölskyldunni.

Sjá einnig: Katrín gefur kjaftasögunum langt nef – Sást á almannafæri um helgina

Það að hún brá sér af bæ á laugardag í vitna viðurvist og þar sem hún náðist á myndband sló lítið á kjaftasögurnar sem breyttust bara og voru netverjar nú fullvissir um að myndbandið væri falsað eða þarna væri tvífari Katrínar á ferð.

Agan getur alla jafna ekki farið út úr húsi án þess að vera beðin um sjálfsmynd með fólki sem telur Katrínu hertogaynju þar á ferð. Agan mætir í gervi Katrínar við veislur, fundi og aðrar uppákomur. Agan þykir sú kvenna sem er líkust Katrínu og eins og áður sagði hefur hún notið góðs af því síðustu 12 ár. Voru margir því greinilega á því að þarna væri Agan mætt 0 myndbandinu sem Katrín.

Agan sjálf segist 100 prósent viss um að þarna séu hjónin sjálf á ferðinni. „Það hafa augljóslega verið einhverjar vangaveltur um hvort það hafi verið Kate og William í myndbandinu og á myndunum,“ sagði hún við The Mirror.

„Ég hef fengið fullt af skilaboðum á mínum samfélagsmiðlum þar sem fólk heldur að þetta sé ég, en ég veit að svo er ekki. Ég er með fjarvistarsönnun.Ég var í vinnunni á þeim tíma svo ég veit að þetta er ekki ég. Ég trúi 100 prósent að það séu Kate Middleton og William í þessu myndbandi,“ segir Agan sem var að sinna hinu starfinu sínu, sem kennari hjá dans- og tónlistarleikhópi á sama tíma.

„Katrín er á lífi og við getum núna verið viss um það,“ segir Agan sem telur að samsæriskenningar um heilsu prinsessunnar hafi gengið of langt. „Ef aðgerðin er eitthvað sem hún vill halda fyrir sig, þá er rétt hjá þeim [Kensington Palace] að deila ekki frekari upplýsingum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar