fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Dóttir Yrsu var hætt komin: „Ég held ég hafi verið í þrjá daga bara í áfalli“

Fókus
Miðvikudaginn 20. mars 2024 10:30

Yrsa Sigurðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn og verkfræðingurinn Yrsa Sigurðardóttir var gestur í Sunnudagssögum á Rás 2 fyrir skemmstu en þema þáttanna þennan mánuðinn er heppni.

Yrsa lýsti óhugnanlegu atviki í þættinum sem varð þegar hún var búsett í Kanada en þá muni litlu að dóttir hennar lenti í skelfilegu slysi. Fjallað er um efni þáttarins á vef RÚV.

Atvikið varð þegar Yrsa var í framhaldsnámi í verkfræði í Kanada en þangað hafði hún farið ásamt eiginmanni sínum. Dóttir hennar var ekki orðin eins árs þegar Yrsa átti fund með fasteignasala sem þær mæðgur hittu á áttundu hæð í háhýsi.

Yrsa sagði að skrifstofurýmið hefði verið hannað þannig að gluggarnir náðu niður við gólf og var einn þeirra opinn. Dóttirin var í fangi Yrsu til að byrja með en fékk svo að skríða á gólfinu við fætur hennar. Ekki leið á löngu þar til dóttir hennar var komin með höfuðið út um gluggann sem var opinn við gólfið.

„Það kemur kona labbandi þarna framhjá og ætlar að segja eitthvað fasteignasalann og hún bara öskrar,“ lýsti Yrsa í þættinum og þá hefði hún séð hvað dóttir hennar var hætt komin.

„Ef þessi kona hefði ekki komið þarna hefði hún getað dottið þarna niður. Ég held ég hafi verið bara í þrjá daga í áfalli. Ég hefði eiginlega þurft áfallahjálp, ég var í losti.“

Yrsa segist hafa brugðist skjótt við og dregið hana frá glugganum. „Eftir þetta á ég enga heppni skilið, alveg sama þó ég hafi nýtt hana þarna“ sagði hún í þættinum sem má nálgast í heild sinni á vef RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“