Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands þreytti fyrr í dag svokallað Guðlaugssund en það er haldið á hverju ári um þetta leyti til að minnast þess þegar Guðlaugur Friðþórsson synti til lands í Vestmannaeyjum um þriggja sjómílna leið (rúmlega 5,5 kílómetrar), 11. mars 1984, þegar báturinn Hellisey VE sökk en Guðlaugur komst einn áhafnarmeðlima lífs af.
Guðni segir svo frá í færslu á Facebook-síðu forsetaembættisins:
„Ári eftir hið hörmulega sjóslys fór Guðlaugssund fyrst fram í Sundlaug Vestmannaeyja og frá 2005 hefur það einnig verið haldið á höfuðborgarsvæðinu. Mér hlotnaðist sá heiður að vera boðin þátttaka í Laugardalslaug í morgun. Einvalalið stakk sér þá til sunds og margir lögðu alla leiðina að baki, sex kílómetra hver. Sum okkar lögðu styttri vegalengd að baki og sjálfur synti ég einn kílómetra. Ég þakka þeim sem hafa skipulagt þennan fallega minningarviðburð í áranna rás.“