fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Áhyggjur stigmagnast um heilsu Kate prinsessu – „Eitthvað er ekki eins og það á að vera“

Fókus
Þriðjudaginn 12. mars 2024 17:10

Kate Middleton, prinsessa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhyggjur af heilsu Kate Middleton, prinsessu, fara stigvaxandi meðal aðdáenda bresku konungsfjölskyldunnar. Photoshop-hneyksli varðandi nýlega mynd af prinsessunni í faðmi barna sinna, sem átti að kveða áhyggjuraddirnar tímabundið í kútinn, gerði það að verkum að samsæriskenningar fóru á flug og nú óttast margir hið versta.+

Samsæriskenningar á flugi

Þann 17. janúar var greint frá því að Kate hefði undirgengst aðgerð á kvið en ekki var gefið upp hvers eðlis aðgerðin var. Prinsessan hafði þá ekki sést opinberlega síðan um jólin.

Hún dvaldist í tvær vikur á sjúkrahúsi eftir aðgerðina en hefur síðan haldið sig að mestu á sveitasetrinu Amner Hall, sem var brúðkaupsgjöf til hennar og Vilhjálms Bretaprins frá Elísabetu drottningu.

Talsmenn bresku konungsfjölskyldunnar gáfu það strax út að prinsessan myndi vera frá störfum þar til eftir páska. Engu að síður fóru samsæriskenningar á flug um að heilsa Kate væri verri en af er látið, jafnvel að hún væri að berjast fyrir lífi sínu, og kliðurinn varð enn háværari þegar tilkynnt var um að Vilhjálmur prins gæti ekki verið viðstaddur minningarathöfn guðföður síns á dögunum. Töldu  margir líklegt að það væri sökum veikinda Kate og eiginmaðurinn sæti við sjúkrabeð hennar.

Photoshop-klúðrið magnaði slúðrið

En þá var brugðið á það ráð að birta myndina af Kate í faðmi barna sinna en Vilhjálmur prins var sagður hafa smellt af. Strax eftir birtinguna ráku glöggir myndasmiðir augun í að átt hafi verið við nokkur smáatriði á myndinni. Kate tók sjálf á sig sökina, kvaðst hafa dundað sér við að lagfæra hana í myndvinnsluforriti en kjaftasögurnar voru þegar farnar á meira flug en nokkru sinni fyrr.

 

Myndin umdeilda

Váleg tíðindi

„Eitthvað er ekki eins og það á að vera,“ hefur New York Post eftir heimildarmanni innan bresku hirðarinnar sem bætti við að það væri óhugnaleg tilhugsun að Kate hafi ekki getað setið og látið smella af fjölmörgum myndum heldur þurft að láta eina duga sem hefði þurft lagfæringar.

Á mánudag sást Kate svo í fyrsta sinn opinberlega en aðeins í mýflugumynd. Hjónin sátu þá saman í bifreið en Kate passaði sig á því að snúa í áttina frá ljósmyndurum. Var Vilhjálmi skutlað í Westminister Abbey en Kate hélt áfram og var hún sögð vera að sækja tíma hjá lækni.

Hvað sem verður er ljóst að photoshop-klúðrið gerði illt verra varðandi áhyggjurnar af prinsessunni og nú bíða aðdáendur óþreyjufullir eftir frekari skýringum á ástandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjarni Ben farinn að gefa eftir í bekkpressu – Sjáðu myndbandið

Bjarni Ben farinn að gefa eftir í bekkpressu – Sjáðu myndbandið