fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Það sem Hollywoodstjörnurnar hafa að segja um Ozempic – „Ég vissi ekki einu sinni að ég væri á því“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 11. mars 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt heitasta umræðuefnið í Hollywood (og víðar) undanfarið er sykursýkislyfið Ozempic og samheitalyfið Wegovy. Lyfin sem vinsæl eru meðal þeirra sem vilja grennast, og það jafnvel þó þeir þurfi ekki að grenna sig, og hvað þá með aðstoð lyfja.

„Stefnan í Hollywood þegar kemur að þessum lyfjum er áhyggjuefni,“ segir Dr. Caroline Apovian, meðstjórnandi Miðstöðvar fyrir þyngdarstjórnun og vellíðan á Brigham and Women’s spítalanum í Boston, í samtali við People. 

Vefurinn tók saman hvað sumar af stjörnunum í Hollywood hafa sagt um Ozempic, bæði þær sem hafa notað lyfið og þær sem ekki hafa notað það.

„Guð minn góður. Þetta hljómar hræðilega. Við skulum frekar borða meira,“ sagði leikkonan Kate Winslet við New York Times í mars 2024 eftir að þeir útskýrðu lyfið fyrir henni.

„Ég sé fólk sem tekur öll nýju megrunarlyfin og það er frábært og lyfin hafa í raun breytt lífi þeirra. En áhyggjur mínar eru alltaf: „Hvað er planið til langframa?“  sagði leikarinn Rob Lowe í viðtali við People í febrúar 2024.

Sjá einnig: Rob Lowe um notkun Ozempic til þyngdarstjórnunar – „Hvað er planið til langframa?“

„Mér finnst þetta ótrúlegt. Það eru til milljón leiðir til að léttast, af hverju ekki að gera það með einhverju sem er ekki eins leiðinlegt og að æfa? Fólkið sem hefur neikvæðar skoðanir á Ozempic er fólkið sem notar það með leynd eða er pirrað yfir að hafa ekki efni á því. Því miður er lyfið eitthvað sem er mjög dýrt en verður það á endanum ekki vegna þess að Ozempic virkar í raun,“ sagði söngkonan Kelly Osbourne við E!Online í febrúar 2024.

„Eftir hnéaðgerð byrjaði ég að ganga og setja mér ný vegalengdarmarkmið í hverri viku. Ég gat á endanum gengið fimm til átta km á hverjum degi og tók 16 km göngu um helgar. Mér fannst ég sterkari, hressari og meira lifandi en síðustu ár. Ég borða síðustu máltíði dagsins kl. 16, drekk lítra af vatni á dag og nota WeightWatchers meginreglur um að telja stig. Ég var meðvituð um þyngdarstjórnunarlyfin, en fannst ég verða að sanna að ég hefði viljastyrk til að grenna mig. Nú líður mér ekki lengur þannig,“ sagði Oprah Winfrey í viðtali við People í desember 2023.

„Ég nota núna [ónefnd þyngdartapslyf] ​​eins og mér finnst ég þurfa á því að halda, sem tæki til að þyngdin sé ekki eins og jójó. Sú staðreynd að það er til læknisfræðilega viðurkennt lyf til að stjórna þyngd og vera heilbrigðari, er mikill léttir, eins og endurlausn, eins og gjöf, og maður á ekki að þurfa að skammast sín fyrir notkun þess eða vera hlegið að. Ég er algjörlega búinn með minn skammt af skömm frá öðrum og einnig sjálfri mér.“

„Þú getur ekki verið á því að eilífu. Ég missti 42 kíló og það er bara nóg. Ég vildi ekki verða svona mjó, það gerðist bara,“ sagði Sharon Osbourne í þætti Piers Morgan Uncensored þar sem hún opnaði sig um notkun sína á lyfinu.

„Ég prófaði lyfið fyrir svona ári síðan. Ég var ein af þeim sem leið svo illa og gat ekki leikið við son minn. Ég varð svo grönn og sonur minn var að kasta bolta til mín og ég gat ekki gripið hann,“ sagði leikkonan Amy Schumer í þætti Watch What Happens Live With  Andy Cohen.

„Öldrunarlæknirinn minn ávísar Ozempic bara til allra. Ég vissi ekki einu sinni að ég væri á því. Læknirinn sagði: „Ef þú vilt einhvern tíma missa fimm kíló, þá er þetta gott.“ Ég kom úr fríi og sprautaði mig með því. Ég fór í hádegismat með vinkonu minni nokkrum dögum seinna, og hún sagði: „Ég er eiginlega ekki að borða neitt. Mér er svo óglatt, ég er á Ozempic.“ Og ég sagði: „Mér er líka svolítið óglatt.“ En ég var nýkomin heim frá Spáni og skrifaði þetta þá á flugþreytu,“ sagði leikkonan Chelsea Handler í hlaðvarpinu Alex Cooper’s Call Her Daddy.

„Ég er ekki lengur á lyfinu. Þetta er of ábyrgðarlaust, ég ætla ekki að taka sykursýkislyf. Ég prófaði það, og ég ætla ekki að gera það. Það er ekki fyrir mig og ekki rétt af mér að nota það. Ég hef sprautað fjóra eða fimm vini mína með Ozempic, ég áttaði mig á því að ég vildi ekki nota það vegna þess að það er kjánalegt. Lyfið er fyrir þungt fólk. Það eru allir eru á Ozempic. Þetta mun koma í bakið á fólki sem notar það og þarf þess ekki.“

„Fasta… Og Wegovy,“ svaraði Elon Musk notanda á Twitter sem spurði um leyndarmálið á bak við heilbrigt útlit Musk.

„Við skulum ekki gera lítið úr margra ára líkamsrækt minni. Ég fer á fætur fimm daga vikunnar klukkan sex til að æfa. Vinsamlegast hættuðu með þessar bollaleggingar þínar. Ég býst við að nýtt ár þýði fleira slæmt fólk,“ svaraði samfélagsmiðlastjarnan Khloé Kardashian fylgjenda á Instagram sem sagðist viss um að Kardashian væri á Ozempic.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Í gær

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“