fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Hin eina sanna Vera kemur til landsins

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 9. mars 2024 17:30

Margir sitja límdir við sjónvarpssjáinn þegar Vera leysir ráðgátur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Brenda Blethyn, sem gert hefur garðinn frægan sem hin eina sanna Vera í samnefndum sjónvarpsþáttum, er á leið til Íslands. Hún mun koma fram á hátíðinni Iceland Noir sem haldin verður í nóvember.

Greint er frá þessu í blaðinu The Chronicle.

Blethyn, sem er 78 ára gömul, hefur leikið lögreglukonuna Veru síðan árið 2011. Þáttaraðirnar, sem byggðar eru á skáldsögum Ann Cleeves, eru nú orðnar þrettán talsins og eru mjög vinsælar hér á Íslandi. Í Bretlandi eru þær sýndar á sjónvarpsstöðinni ITV.

Cleeves greindi frá því að Blethyn hafi fengið „óvænt hlutverk á Íslandi.“ Það er að leikkonan myndi fljúga til Íslands og taka þátt í hátíðinni Iceland Noir sem fram fer 20. til 23. nóvember næstkomandi. En það er bókmenntahátíð sem rithöfundarnir Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir komu á fót árið 2013.

Upptökur á Veru eru alls ekki hættar. Blethyn sagði fyrir skemmstu að upptökur myndu hefjast á fjórtándu þáttaröðinni í lok apríl. Byrjað er að auglýsa hlutverk og aðdáendum mun bjóðast að fá skoðunarferðir þar sem þættirnir eru teknir upp í Whitley Bay á norðausturströnd Englands.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“