fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fókus

Ási og Tryggvi eru miðaldra pabbar með skalla og bumbu – „Okkar „Rúriks-móment““

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 9. mars 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagarnir Ási Guðna og Tryggvi Rafnsson sameina nú krafta sína í uppistandssýningunni Pabbar á pöbbum. 

„Hugmyndin kom í rauninni frá því að langa til að láta vaða í sína eigin sýningu. Það að vera pabbi er stórmerkilegt og okkur finnst við alltaf vera fyndnastir með alla okkar frábæru pabbabrandara. Okkur finnst við vera virkilega einfaldar mannverur, þótt sumum finnist við vera flóknasta fyrirbæri jarðar og við Ási veltum þessu öllu fyrir okkur í sýningunni og opinberum líklega vel hversu einfaldir við erum í rauninni, enda hlæjum við líklega mest að okkur sjálfum,“ segir Tryggvi. 

Pabbar á Pöbbum er fyrsta uppistandssýningin sem Tryggvi tekur þátt í, en hann er fertugur leikari sem hefur komið víða við í leikara- og skemmtanabransanum. Allt frá því að leika tré í lítilli auglýsingu yfir til þess að leika forseta Íslands í áramótaskaupinu. Tryggvi hefur starfað mikið við veislustjórn og sem skemmtikraftur á hinum ýmsu viðburðum.

Tryggvi Rafnsson

Ási er vanari í uppistandinu. 

„Ég hef síðustu ár verið að skemmta þegar ég er í landi, pubquiz og veislustjórn aðallega, en byrjaði með uppistandið í fyrra, það var ekkert plan að fara í það en ég var bara svo oft beðinn um það að ég ákvað að prófa, það hefur svo verið mest að gera í því síðan.

Það eru aðallega tvö myndbönd með mér sem hafa farið frekar víða, annars vegar þegar ég las upp bréf frá lækninum sem sá um svefnrannsókn sem ég fór í og svo hins vegar pabbahelgin, en það er ennþá töluvert áhorf á það sex árum seinna,“ segir Ási sem er sköllóttur þriggja barna faðir með of háan blóðþrýsting, sjómaður og Vopnfirðingur í Seljahverfinu.

Ási Guðna

„Það jafnast ekkert á við það fyrir tvo miðaldra karlmenn með skalla og bumbu að geta fengið að standa upp á sviði og segja brandara í míkrafón. Og vonandi koma fólki til að hlæja og hafa svolítið gaman eina kvöldstund. Það er okkar „Rúriks-móment,“ segir Tryggvi. 

„Það skemmtilega að mínu mati við að standa uppi á sviði er í raun stressið sem er fyrir og spennufallið sem er eftir. Mér líður rosalega vel ef ég er uppi á sviði með mikrofón og fólk í salnum. Það er samt hálf galið að standa einn fyrir framan alla í salnum og ætla að fá fólk til að hlæja, það gerir það enginn heilvita maður. Að gera þetta á gamals aldri segiru,“ svarar Ási blaðamanni, „ég hef aldrei verið eldri en núna þannig að það er rétt hjá þér en ég hef heldur aldrei verið meira til í þetta en eins og núna, ég er á þeirri vegferð að gera þá hluti sem ég hef ætlað að gera í mörg ár en ekki alveg haft tíma né tækifærið til þess.“

Sýningin Pabbar á Pöbbum er sýnd í Ægir 220 í Hafnarfirði, fyrsta sýning er 14. mars.

Miðasala á pabbarapobbum@gmail.com

Fylgja má Pabbar á pöbbum á Facebook og Instagram.

Fylgja má Ása á Facebook og Instagram.

Fylgja má Tryggva á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona notar þú Google Keep

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona notar þú Google Keep
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir hugvíkkandi efni opna svarta boxið innra með okkur – „Þar er sársaukinn, þar eru öll leyndarmálin, þar er líka gullið“

Segir hugvíkkandi efni opna svarta boxið innra með okkur – „Þar er sársaukinn, þar eru öll leyndarmálin, þar er líka gullið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“