fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
Fókus

Kæra framleiðanda Ozempic vegna aukaverkana – Mun aldrei hafa eðlilegar hægðir aftur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 5. mars 2024 19:29

Brea Hand er ein þeirra sem hefur höfðað mál gegn Novo Nordisk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk sem er að kljást við alvarlegar aukaverkanir af völdum Ozempic hefur höfðað mál gegn danska lyfjarisann Novo Nordisk.

Novo Nordisk framleiðir bæði Ozempic og Wegovy sem eru vinsæl þyngdarstjórnunarlyf. Tugir einstaklinga hafa höfðað málsókn gegn lyfjarisanum vegna alvarlegra aukaverkana og halda því fram að hann hafi ekki varað þá við hættum lyfsins.

DailyMail ræddi við nokkra einstaklinga og lögfræðinga sem sögðu að þetta væri rétt svo byrjunin, að „þúsundir“ annarra myndu einnig stíga fram og fara í mál gegn Novo Nordisk.

Brea Hand, 23, told DailyMail.com she required five hospital visits before doctors diagnosed her with gastroparesis which was allegedly caused by Ozempic
Brea Hand.

Brea Hand, 23 ára, byrjaði að nota Ozempic í maí 2023 og nokkrum vikum seinna byrjaði hún að kljást við aukaverkanir eins og flökurleika, uppköst og hægðatregðu.

Hand, sem er tveggja barna móðir, fékk áskrifað lyfið til að hafa stjórn á þyngd sinni og koma í veg fyrir sykursýki.

Hún leitaði sér aðstoðar fimm sinnum á sjúkrahúsi þar til hún fékk loksins hjálpina sem hún þurfti. Hún var loksins greind með meltingartruflanir og ketónblóðsýring af völdum sykursýki, sem getur verið lífshættulegt.

Í síðustu spítalaheimsókninni var hún strax lögð inn. „Þau sögðu að að ef ég hefði beðið í einn dag í viðbót þá hefði ég ekki lifað þetta af,“ sagði Hand, sem lagði fram kæru gegn Novo Nordisk í lok desember í fyrra.

„Þetta var ógnvekjandi og sársaukafullt. Ég hef aldrei upplifað svona mikinn sársauka og langar aldrei aftur að ganga í gegnum þetta.“

Hand segir að hún hafi ekki verið meðvituð um aukaverkanir lyfsins þegar hún byrjaði á því og vill deila sögu sinni til að vara aðra við áhættunni sem getur fylgt lyfi eins og Ozempic.

Ekki sú eina

Fleiri hafa höfðað mál gegn lyfjarisanum, flestir þeirra segjast hafa upplifað alvarlegar meltingartruflanir eftir að hafa byrjað á lyfinu. Ein kona segir að hún muni vera með niðurgang það sem eftir er vegna Ozempic, önnur segist hafa misst tennurnar því lyfið hafi látið hana kasta svo mikið upp.

Billie Farley, 47 ára, hefur fengið að heyra frá læknum að hún muni aldrei hafa eðlilegar hægðir aftur. Hún var á Ozempic í þrjá mánuði þegar hún byrjaði að kasta upp og fékk gífurlegan verk í kviðinn. Hún þurfti að gangast undir níu tíma aðgerð og eftir það hefur líf hennar aldrei verið samt. „Hún hefur ekki haft almennilegar hægðir síðan þá og hefur fengið að heyra frá læknum að hún muni aldrei hafa eðlilegar hægðir aftur,“ kemur fram í málsókn Farley gegn Novo Nordisk.

Farley heldur því fram að lyfjarisinn hafi ekki látið hana vita af mögulegum aukaverkunum Ozempic.

„Líf hennar er breytt vegna Ozempic.“

Ozempic er eitt þriggja þyngdarstjórnunarlyfja sem eru ætluð gegn sykursýki. Mynd/Getty

„Ég var svo veik“

Robyn Kelly, 49 ára, segist hafa fengið svo miklar meltingartruflanir á lyfinu að hún hafi þurft að taka með sér aukaföt hvert sem hún fór ef hún skyldi kasta upp eða fá hægðir í fötin sín, sem gerðist reglulega.

„Ég var svo veik,“ segir hún.

Í lögsókn Kelly kemur fram að Novo Nordisk „vissi eða hefði átt að vita að Ozempic væri mjög hættulegt“ og að fyrirtækið hafi „ekki varað hana nægilega við áhættunni á meltingartruflunum.“

Hægt er að lesa nánar um málsóknirnar í umfjöllun DailyMail.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Í gær

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“