fbpx
Laugardagur 02.nóvember 2024
Fókus

Þetta eru ástæðurnar fyrir því að Snorri hætti á Stöð 2

Fókus
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Másson fjölmiðlamaður er gestur Þórarins Hjartarsonar í nýjasta þætti hlaðvarpsins Ein pæling. Í  kynningarstiklu fyrir þáttinn sem er aðgengileg á Facebook síðu Þórarins gerir Snorri grein fyrir hvers vegna hann sagði upp störfum á hjá Stöð 2 og Vísi og stofnaði sinn eigin fjölmiðil ritstjori.is. Snorri segir meðal annars hafa hætt vegna þess að í raun hafi verið um eins konar færibandavinnu að ræða og að fréttastofan hafi starfað eftir ákveðinni hugmyndafræði þrátt fyrir að telja sig hlutlausa.

Snorri segist ánægður með að hafa fengið tækifæri til að starfa á Stöð 2 og kynnast fjölmiðlageiranum.

Þegar hann var á Stöð 2 var hann meðal annars með einráður í þættinum Ísland í dag þar sem hann varpaði fram sinni sýn á fréttir vikunnar. Snorri segir að lítil eftirspurn hafi verið eftir slíku hjá Stöð 2 en hann hafi haldið þessu áfram á nýja miðlinum.

Þótt Snorri segi það ekki beint út má vart annað ráða en að þessi litla eftirspurn hafi verið vegna þess að hans sýn hafi ekki alltaf verið í samræmi við ríkjandi hugmyndafræði á fréttastofu Stöðvar 2. Hann segir þá hugmyndafræði raunar ríkjandi á RÚV einnig og kallar Snorri þetta „slagsíðu.“

Snorri tekur dæmi um hvernig hann telji þessa hugmyndafræði birtast:

„Þú ert að starfa á fréttastofu. Árið er 2021 og þú ert með sögu um verið sé að senda hælisleitendur úr landi. Hræðilegt fyrir þá, þeir eru að fara á götuna í Grikklandi. Heil fjölskylda eða par. Þú tekur viðtal við fólkið með einhverjum túlk. Þau verða send úr landi eftir þrjá, fjóra daga. Viðbrögðin … Illugi Jökulsson skrifar Facebook status um að þetta sé slæmt hjá stjórnvöldum. Þetta er bara svona „business as usual“.“

Færibandavinna

Snorri segir að næsta skref hafi verið að fara með fréttina til fréttastjórans sem hafi yfirleitt sagt að þetta væri fínt og yrði birt, án mikilla athugasemda. Ferlið hafi venjulega verið svona og því í raun verið um færibandavinnu að ræða.

Þetta hafi verið venjan þegar umræðan hér á landi um málefni hælisleitenda var í þessum dúr. Undanfarin misseri hafi sú umræða þó tekið breytingum með auknum kröfum um að draga úr fjölda hælisleitenda á Íslandi. Fólk verði þó að gera sér grein fyrir að það þýði í raun aukna grimmd ekki síst með áformum um lokuð búsetuúrræði fyrir hælisleitendur:

„Í einhverjum skilningi þarf einhver að vera fullorðinn í herberginu og segja: við verðum að gera þetta.“

Snorri segir að ef fréttamaður hefði hins vegar farið með umrætt viðtal við hælisleitendurna sem átti að vísa úr landi til fréttastjóra hefði hann aldrei spurt fréttamanninn hvort búið væri að kanna nánar sögu þessa fólks til að mynda úrskurð Útlendingastofnunar um mál þeirra. Snorri segir að fréttastjórinn hefði ekki spurt:

„Ertu búinn að fara yfir af hverju er verið að senda þau úr landi? Eru þau búin að vera að þverbrjóta reglurnar mjög lengi eða eru þau að halla réttu máli?“

Snorri segir það sína reynslu að þar til hugsanlega nýlega hefði fréttamaður ekki fengið svona viðbrögð frá fréttastjóra við svona viðtali.

Nálgun í svona málum hefði ekki verið gagnrýnin.

Ekki hlutlausar

Snorri segir þetta til marks um að fréttastofur séu ekki hlutlausar þó svo þær haldi það. Annað dæmi um það sé fréttir um fólk sem segist hafa fengið miklar aukaverkanir vegna áhrifa bóluefna. Yfirmenn á fréttastofum hafi hins vegar ekki verið spenntir fyrir að ræða við slíkt fólk og sýnt önnur viðbrögð en við áðurnefndu viðtali við hælisleitendurna. Viðbrögðin hefðu verið eitthvað á þessa lund:

„Bíddu, ertu búinn að tala við lækninn? Ertu með einhverjar skýrslur?“

Á endanum hefði fréttastjóri sagt að best væri að bíða með viðtalið. Hins vegar hefði verið eftirspurn eftir gagnrýnum fréttum um bóluefni. Hann sjálfur hefði ekki gert slíkar fréttir en hugsað út í slík dæmi:

„Eitt er opinbera narratífan og við erum holl henni þegar við erum inni á svona fréttastofu, að einhverju leyti. Eins mikið og við höldum að við séum að segja fréttir hlutlaust.“

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur hlaðvarpsins Ein pæling.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Diddy sagður hafa misnotað 10 ára dreng á hótelherbergi

Diddy sagður hafa misnotað 10 ára dreng á hótelherbergi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Var eina barnið sem fór með á trú­ar­viðburði í söfnuði þar sem Guð átti að taka frá hon­um þessi veik­indi“

„Var eina barnið sem fór með á trú­ar­viðburði í söfnuði þar sem Guð átti að taka frá hon­um þessi veik­indi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er ekki bara kvóti á fiskinn. Það er líka kvóti á hversu miklar svívirðingar þú þolir“

„Það er ekki bara kvóti á fiskinn. Það er líka kvóti á hversu miklar svívirðingar þú þolir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Söngkona biðst forláts eftir að hún slátraði þjóðsöngnum

Söngkona biðst forláts eftir að hún slátraði þjóðsöngnum