fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Skildi eftir bréf til kennarans í nestisboxi dóttur sinnar – Ástæðan er þessi

Fókus
Mánudaginn 26. febrúar 2024 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir ein, Caroline að nafni, fékk sig fullsadda af athugasemdum frá kennara dóttur sinnar á dögunum en dóttir hennar sem er þriggja ára tekur alltaf með sér nesti í leikskólann.

Caroline vakti athygli á þessu á TikTok en í myndbandinu sagði hún að dóttir hennar hafi komið heim dag einn fyrir skemmstu og ekki sagt farir sínar sléttar. Hafði kennarinn sagt henni að borða „góða“ matinn fyrst og enda á þeim „slæma“ eins og hún orðaði það.

Með þessu átti kennarinn við að stúlkan ætti fyrst að borða samlokuna og gúrkuna sem var í nestisboxinu og enda á kexkökunni sem var þar einnig. Dóttirin vildi fara hina leiðina, borða kexkökuna fyrst og enda á samlokunni og gúrkunni.

Ákvað Caroline að skrifa bréf til kennarans þar sem hún fór þess á leit að hann hætti þessari afskiptasemi. Skildi hún eftir bréf í nestisboxi dóttur sinnar þar sem fram kom sú skoðun hennar að matur væri bara matur og það væri ekki til neitt sem heitir góður matur eða slæmur matur.

Myndbandið vakti talsverða athygli á TikTok og ekki voru allir á eitt sáttir með viðbrögð móðurinnar. Aðrir hrósuðu henni þó fyrir að vera með bein í nefinu.

„Ég er alveg viss um að kennarinn hafi ekki ætlað sér að vera leiðinlegur. Kannski hefði verið betra að ræða þetta bara við hann, í stað þess að skilja eftir bréf þar sem launfrekjan skín í gegn,“ sagði einn.

„Sem kennari þá áttu 100% rétt á þessari athugasemd. Það að flokka mat sem „góðan“ og „slæman“ getur leitt af sér skaðlegar neysluvenjur,“ sagði annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn