fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fókus

Leikarinn Chris Gauthier bráðkvaddur

Fókus
Mánudaginn 26. febrúar 2024 12:48

Gauthier er látinn eftir að hafa fengið hjartaáfall.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk/kanadíski leikarinn Chris Gauthier er látinn, 48 ára að aldri, en hann varð bráðkvaddur síðastliðinn föstudag. Umboðsmaður hans staðfesti þetta í samtali við Page Six.

Talið er að leikarinn hafi fengið hjartaáfall.

Gauthier fæddist í Luton á Englandi en var búsettur í Vancouver í Kanada og var kanadískur ríkisborgari. Hann lék í nokkrum bíómyndum; 40 Days and 40 Nights, Freddy vs. Jason og Watchmen svo nokkrar séu nefndar.

Þá leik hann í þáttum á borð við Harper‘s Island, Smallville, Once Upon a Time og Eureka þar sem hann fór með nokkuð stórt hlutverk á árunum 2006 til 2012.

Gauthier lætur eftir sig eiginkonu, Erin og tvo syni, Ben og Seabastian.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Mikið áfall fyrir karlmenn að missa blöðruhálskirtilinn og reisnina

Mikið áfall fyrir karlmenn að missa blöðruhálskirtilinn og reisnina
Fókus
Í gær

Myndband Sunnevu rataði á mjög frægan miðil

Myndband Sunnevu rataði á mjög frægan miðil