Talið er að leikarinn hafi fengið hjartaáfall.
Gauthier fæddist í Luton á Englandi en var búsettur í Vancouver í Kanada og var kanadískur ríkisborgari. Hann lék í nokkrum bíómyndum; 40 Days and 40 Nights, Freddy vs. Jason og Watchmen svo nokkrar séu nefndar.
Þá leik hann í þáttum á borð við Harper‘s Island, Smallville, Once Upon a Time og Eureka þar sem hann fór með nokkuð stórt hlutverk á árunum 2006 til 2012.
Gauthier lætur eftir sig eiginkonu, Erin og tvo syni, Ben og Seabastian.