fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Getur ekki hætt að stunda kynlíf með stjúpbróður sínum

Fókus
Sunnudaginn 25. febrúar 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona hafði samband við sambands- og kynlífsráðgjafardálkinn Dear Deidre í breska fjölmiðlinum The Sun. Konan segist undanfarið ítrekað hafa stundað kynlíf með stjúðbróður sínum og biður um ráð til að hætta því.

„Ég er svo óttaslegin um hvað fjölskylda okkar segir ef hún kemst að þessu,“ segir konan sem er 34 ára en stjúpbróðir hennar er 36 ára.

Hún segir að á táningsárum þeirra hafi móðir hans og faðir hennar tekið saman.

Konan segir að gott vináttusamband hafi síðan þá verið á milli þeirra og á síðasta ári hafi stjúpbróðir hennar hjálpað sér að átta sig almennilega á að þáverandi kærasti hennar væri að beita hana ofbeldi. Stjúpbróðir hennar hafi sýnt henni mikinn stuðning.

Kærastinn hafi verið gott mannsefni á yfirborðinu. Í góðu starfi, vel menntaður og úr auðugri fjölskyldu. Stjúpbróðir hennar hafi hins vegar sýnt henni fram á að kærastinn hefði eingrað hana frá vinum og fjölskyldu. Hann hefði stjórnað fjármálum hennar og beinlínis öllu í lífi hennar.

Eftir að hún sleit sambandinu hafi neistarnir strax byrjað að fljúga á milli hennar og stjúpbróðursins.

„Þetta var ótrúlega ástríðufullt. Besta kynlíf sem ég hef stundað.“

Getur ekki hætt

Þau stjúpsystkinin hafi verið dögum saman í íbúð hennar, stundað kynlíf og aðeins farið út til að ná sér í mat.

Nokkrum mánuðum seinna hafi þau ákveðið að hætta þessu kynlífsfundum þar sem legið hafi fyrir að ekkert meira en kynlíf og náin vinátta gæti orðið á milli þeirra.

Hún hafi í kjölfarið kynnst öðrum manni og þau hafi verið saman undanfarna þrjá mánuði. Konan segist sjá fyrir sér  mögulega frantíð með þeim manni. Síðan sambandið hófst hafi hún hins vegar sofið þrisvar sinnum hjá stjúpbróður sínum:

„Við getum ekki látið hvort annað  í friði.“

Geti ekki fengið þá báða

Dálkahöfundur bendir konunni á að hún hafi ekki gerst sek um blóðskömm með stjúpbróður sínum og því ekki brotið neitt af sér lagalega séð. Það sé hins vegar rangt af henni að halda framhjá kærastanum og sannleikurinn muni koma upp á yfirborðið.

Konunni er ráðlagt fyrst engin framtíð sé í sambandinu við stjúpbróðurinn að segja honum að hann verði að gefa henni svigrúm til að láta reyna á sambandið við kærastann. Þau stjúpsystkinin verði einfaldlega að hætta að hittast:

„Haltu þig svo við það.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir