fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fókus

Var stofnanda Reddit komið fyrir kattanef af andstæðingum málfrelsis?

Fókus
Laugardaginn 24. febrúar 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau tímamót eru að eiga sér stað hið ytra að samfélagsmiðillinn Reddit ætlar að skrá sig í kauphöllina í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að hafa árum saman verið öfugum megin við núllið í ársreikningum sínum.

Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2019 sem hægt verður að kaupa hlutabréf í miðlinum sem lýsir sér sem „forsíðu Internetsins“.

Reddit fagnar 20 ára afmæli á næsta ári og hefur djúpar rætur í dægurmenningu. Þar skrifar fólk um allt milli himins og jarðar í skjóli nafnleyndar og þar má finna hópa fyrir flest áhugamál undir sólinni. Reddit var í október á síðasta ári í 18. sæti yfir þær vefsíður sem fá flestar heimsóknir á degi hverjum.

Það er því kannski ekki furða að um miðil sem hefur svona djúpar rætur í menningunni séu komnar fram samsæriskenningar og þessa vikuna ætla félagarnir í Álhattinum að skoða örlög eins stofnanda miðilsins, Aaron Swartz og svipleg örlög hans.

„Aaron Swartz er einn stofnanda Reddit og á sínum tíma töldu margir hann einn fremsta forritara og hugsjónamann heimsins. Swartz barðist af fullum þunga fyrir auknu tjáningarfrelsi, frjálsara Interneti og betri veröld.“

Það var í háskólanum í Virginíu sem herbergisfélagarnir Steve Huffman og Alexis Ohanian stofnuðu Reddit. Hugmyndin var að skapa „forsíðu internetsins“. Tæpu ári síðan sameinaðist Reddit fyrirtæki Aaron Swartz, Infogami, og varð Swartz þá meðeigandi. Reddit var svo selt til útgáfufyrirtækisins Condé Nast sem eiga miðilinn Wired.

Skömmu síðar bloggaði Swartz og kvartaði undan nýju stórfyrirtækjamenningunni sem væri að draga úr framleiðslu. Nokkrum mánuðum síðar var Swartz rekinn en ástæða þess aldrei gefin upp. Ekki löngu síðar yfirgáfu stofnendurnir miðilinn líka.

En aftur að Swartz. Álhattar rekja að hann hafi verið ungur að árum þegar hann vakti athygli fyrir greind og hæfileika í forritun. Sem unglingur tók hann þátt í að þróa RSS staðalinn og seinna varð hann hluti af teyminu sem kom á notendaleyfunum Creative Common.

„Þekktastur er hann þó eflaust fyrir baráttu sína gegn frumvörpunum SOPA og PIPA. Það voru frumvörp sem, hefðu þau orðið að lögum, hefðu verulega takmarkað athafna- og tjáningarfrelsi fólks á netinu. En þökk sé baráttu Aaron og fleiri tókst almenningi að stöðva frumvörpin ógurlegu.“

Áfram hélt Swartz baráttu sinni fyrir frjálsu Interneti og auknu aðgengi almennings að upplýsingum. Í þessari baráttu braust hann bæði inn á vefþjóna gagnabankanna JSTOR, sem. heldur skrá yfir háskólaritgerðir og rannsóknir, og svo PACER sem er gagnabanki sem heldur utan um dómsskjöl og dóma. Swartz náði í gögnin og gerði þau aðgengileg almenningi endurgjaldslaust. Hann braust líka inn í MIT-háskólann þar sem hann faldi fartölvu sem var sérstaklega forrituð til að stela miklu magni gagna á ógnarhraða.

„Fyrir þetta sóttu bandarísk yfirvöld fast á hæla honum og hugðust draga hann fyrir alríkisdóm og hneppa í margra áratuga fangelsi. En á meðan Aaron beið réttarhalda framdi hann, öllum að óvörum, sjálfsvíg. Eða svo segir opinbera sagan sem yfirvöld vilja að við trúum.

En það eru ekki allir að kaupa þessa sögu og telja ólíklegt að Aaron hafi fallið fyrir eigin hendi. Getur kannski verið að Aaron hafi fundið eða séð eitthvað af gögnum sem ekki máttu líta dagsins ljós eða komast í hendur almennings? Hvernig tengist þetta hinum títtnefndu og margumræddu hulduöflum og hvað í veröldinni hefur Epstein góðvinur þáttarins með málið að gera?

Hver vegna valdi Aaron að brjótast inn í MIT frekar en annan háskóla og hvernig tengist þetta hinum gífurlega metnaðarfulla góðgerðarverkefni „One Laptop Per Child“? Þetta, Julian Assange, Alexei Navalny og svo margt fleira í nýjasta þætti af Álhattinum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý spáir í spilin: „Þau eru bæði sterk og hugrökk og það er ekkert annað í boði en að halda áfram“

Ellý spáir í spilin: „Þau eru bæði sterk og hugrökk og það er ekkert annað í boði en að halda áfram“