fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Prinsinn hafi fengið dvalarleyfi þrátt fyrir að viðurkenna opinberlega fíkniefnaneyslu – „Enginn er yfir lögin hafinnr“

Fókus
Laugardaginn 24. febrúar 2024 14:47

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Bretaprins greindi frá því í æviminningum sínum að hann hafi ítrekað tekið inn fíkniefni á lífsleiðinni. Meðal annars kókaín, töfrasveppi og gras.

Þetta varð til þess að samtökin Heritage Foundation stefndu Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna fyrir að hafa gefið Harry landvistarleyfi.

Málið var flutt í Washington á föstudaginn og þar héldu samtökin því fram að fíkniefnaneysla prinsins hefði átt að útiloka hann frá dvalarleyfi á grundvelli bandarískra laga.

Samtökin saka prinsinn um að monta sig af fíkniefnaneyslu og kölluðu eftir því að fá öll skjöl sem varða Harry sem innflytjanda afhent þar sem ljóst væri að upplýsingar í þeim varði við almannahagsmuni.

Lögmaður heimavarnarráðuneytisins, John Bardo, tók þó fram að bókaskrif veiti enga sönnun um neyslu. Prinsinn væri hvorki búinn að gera drengskaparheit og ekki reitt fram neinar sannanir fyrir neyslu sinni. Hvað almenning varði gæti hér auðveldlega verið um skáldskap að ræða.

„Þó einhverju sé haldið fram í bók þýðir ekki endilega að það sé satt,“ sagði Bardo. „Harry prins er bara einn erlendur ríkisborgari af mörgum sem hafa komið löglega til Bandaríkjanna.“

Lögmaður samtakanna sagði að þvert á móti væri bókin sönnun enda hafi prinsinn ítrekað komið fram og fullyrt að þar sé hann að opinbera sannleikann.

„Harry prins gengst við daglegri neyslu á fíkniefnum eftir að honum var hleypt til Bandaríkjanna. Þessi játning hertogans gerir það að verkum að hann er ekki gjaldgengur fyrir dvalarleyfi.“

Líklegt megi telja að prinsinn sé enn með dvalarleyfi á grundvelli diplómata-stöðu, þrátt fyrir að Harry gegni engum konunglegum skyldum lengur og hafi breska konungsfjölskyldan afturkallað öryggisgæslu hans. Samtökin segja það fásinnu að því sé haldið leyndu á hvaða grundvelli Harry fái að dvelja í Bandaríkjunum, sérstaklega þegar hann hafi ítrekað verið að básúna neyslu sinni opinberlega.

„Enginn er yfir lögin hafinn þegar hann sækir um dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Þetta mál varðar hvern Bandaríkjamann. Þetta mál vekur upp spurningarnar um það hvort að fólk fái sérmeðferð þegar það kemur til Bandaríkjanna og hvort lögum sé beitt í samræmi við jafnræði. Bandaríkjamenn treysta leiðtogum sínum til að fylgja eftir lögum og reglum um útlendinga af festu og ættu lögin að eiga við alla sem koma hingað, þar með talið fólk af konungsættum eins og Harry.“

Heimavarnarráðuneytið ber því við að það væri brot gegn friðhelgi einkalífs Harry að veitta upplýsingar um grundvöll dvalarleyfis hans. Það sé undir prinsinum sjálfum komið að opinbera þær upplýsingar.

Samtökin segja hins vegar að prinsinn hafi frá því að hann kom til Bandaríkjanna montað sig af neyslu og hvatt aðra til að taka inn ólöglega vímugjafa. Þetta hafi hann gert þrátt fyrir þau áhrif sem það gæti haft á umsókn hans um dvalarleyfi. Nú eigi almenningur rétt á því að sjá hvort Harry hafi upplýst um neyslu sína á umsókn sinni um dvalarleyfi eða hvort hann hafi logið.

Dómari mun kveða upp úrskurð sinn á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn