fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Anna María og Kristín tilnefndar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 12:46

Anna María Bogadóttir Mynd: Saga Sig og Kristín Eiríksdóttir Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skál­dævi­sag­an Jarðsetn­ing eft­ir Önnu Maríu Boga­dótt­ur og skáld­sag­an Tók eft­ir Krist­ínu Ei­ríks­dótt­ur eru til­nefnd­ar til Bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs 2024 fyr­ir Íslands hönd. Þetta var til­kynnt í Gunn­ars­húsi núna klukk­an ell­efu. Lands­bundn­ar dóm­nefnd­ir til­nefna í ár sam­tals 13 verk til verðlaun­anna, en sam­eig­in­leg nor­ræn dóm­nefnd vel­ur vinn­ings­hafa árs­ins og verða verðlaun­in af­hent við hátíðlega at­höfn í Reykja­vík í haust í tengsl­um við 76. þing Norður­landaráðs. 

  • Frá Álands­eyj­um er til­nefnd ljóðabók­in För att ta sig ur en rivström må­ste man röra sig i sidled eft­ir Mika­ela Nym­an.
  • Frá Dan­mörku eru til­nefnd­ar skáld­sög­urn­ar Jordisk eft­ir Theis Ørntoft og Hafni for­tæller eft­ir Helle Helle.
  • Frá Finn­landi eru til­nefnd­ar skáld­sag­an 101 tapaa tappaa avi­omies. Menetelmäll­in­en mur­hamysteeri eft­ir Lauru Lind­stedt og Sinikku Vu­ola og ljóðabók­in Vill du kyssa en re­bell? eft­ir Evu-Stinu Bygg­mäst­ar.
  • Frá Fær­eyj­um er til­nefnd ljóðabók­in Lívfrøðiliga sam­an­set­ing­in í ein­um dropa av havvatni minn­ir um blóðið í mín­um æðrum eft­ir Kim Simon­sen.
  • Frá Íslandi eru til­nefnd­ar skál­dævi­sag­an Jarðsetn­ing eft­ir Önnu Maríu Boga­dótt­ur og skáld­sag­an Tól eft­ir Krist­ínu Ei­ríks­dótt­ur.
  • Frá Nor­egi eru til­nefnd­ar skáld­sög­urn­ar Jeg plystrer i den mør­ke vind­en eft­ir Mariu Navarro Skar­an­ger og Fars rygg eft­ir Niels Fredrik Dahl.
  • Frá sa­míska málsvæðinu er til­nefnd per­sóna frá­sögn­in Leŋges hearggi Sáhčal fatnasa eft­ir Fredrik Prost.
  • Frá Svíþjóð eru til­nefnd­ar ljóðabæk­urn­ar Minn­en från glömsk­ans städer eft­ir Gunn­ar Har­ding og Nollamorfa eft­ir Joh­an Jön­son.

Óvenju­leg og mögnuð bók

Íslensku dóm­nefnd­ina skipa Kristján Jó­hann Jóns­son, Silja Björk Huldu­dótt­ir og Soffía Auður Birg­is­dótt­ir, sem er varamaður.

Í um­sögn dóm­nefnd­ar um Jarðsetn­ingu sem Ang­ú­stúra gef­ur út seg­ir:

„Hvernig mót­ar um­hverfið okk­ur sem mann­eskj­ur? Hvernig er best að vinda ofan af þeirri hug­mynd að upp­sprett­ur jarðar séu ótæm­andi? Þetta eru meðal þeirra spurn­inga sem Anna María Boga­dótt­ir arki­tekt spyr í bók­verk­inu Jarðsetn­ingu. Bók­in kall­ast sterk­lega á við ann­ars veg­ar gjörn­ing sem Anna María stóð fyr­ir í stór­hýsi Iðnaðarbank­ans í miðborg Reykja­vík­ur í aðdrag­anda þess að húsið var rifið til að rýma til fyr­ir nýrri og arðvænni starf­semi og hins veg­ar sam­nefnda kvik­mynd henn­ar um niðurrif bygg­ing­ar­inn­ar sem var frum­sýnd 2021.

Í 40 mynda­opn­um bók­ar­inn­ar, sem eru vel staðsett­ar í textaflæðinu, má sjá ljós­mynd­ir Önnu Maríu frá niðurrif­inu og still­ur úr kvik­mynd­inni ásamt eldri svart­hvít­um ljós­mynd­um sem fanga notk­un bygg­ing­ar­inn­ar með til­heyr­andi mann­lífi.

Banka­bygg­ing­in mynd­ar ytri ramma frá­sagn­ar­inn­ar þar sem fjallað er um til­urð eða fæðingu henn­ar, þróun, and­lát og loks út­för. Jafn­vel þó stór­hýs­inu hafi við bygg­ingu verið ætlað hlut­verk til langr­ar framtíðar fékk það aðeins að þjóna til­gangi í rúma hálfa öld áður en það var dæmt úr leik og af­skrifað sem einnota. Þrátt fyr­ir að bygg­ing­in leiki stórt hlut­verk í Jarðsetn­ingu er bók­in miklu meira en fræðirit um arki­tekt­úr.

Með frum­leg­um texta og heill­andi mynd­efni tekst höf­undi að brúa bilið milli arki­tekt­úrs og bók­mennta. Jarðsetn­ing er áhrifa­mikið verk og per­sónu­legt þar sem höf­und­ur spegl­ar sig sem mann­eskju og eigið ævi­skeið í sögu um­ræddr­ar bygg­ing­ar. Því eins og Anna María orðar það þá geym­ir hús, líkt og lík­am­inn, minn­ing­ar og kannski erum við öll bygg­ing­ar – ým­ist á leið í urðun eða upp­fyll­ingu.

Jarðsetn­ing er ekki aðeins saga af húsi held­ur geym­ir hún þroska­sögu höf­und­ar sjálfs og er í þeim skiln­ingi marg­slung­in skál­dævi­saga. Anna María deil­ir minn­ing­um af upp­vaxt­ar­ár­um sín­um í fá­mennu sjáv­arþorpi á Aust­fjörðum, unglings­ár­um í Reykja­vík og leit að réttri mennt­un sem leiðir hana til Frakk­lands að lesa frönsku, heim til Íslands aft­ur að nema bók­mennt­ir, til Dan­merk­ur í tákn­fræði og menn­ing­ar­fræði og loks Banda­ríkj­anna í arki­tekt­úr.

Sam­hliða eig­in þroska­sögu stikl­ar höf­und­ur, í fyrstu per­sónu frá­sögn, á stóru í því sam­fé­lagsum­róti sem orðið hef­ur vegna tækni­breyt­inga, auk­inn­ar alþjóðavæðing­ar og sí­fellt um­fangs­meiri áhrifa kapí­tal­ism­ans. Eft­ir því sem sjón­deild­ar­hring­ur­inn stækk­ar fara efa­semd­ir henn­ar um ágæti ým­issa kerfa að hreiðra um sig og Anna María ger­ir sér sí­fellt bet­ur grein fyr­ir því að yf­ir­borð og inni­hald fara ekki endi­lega sam­an. Í stað þess að lesa aðeins bæk­ur og ljóð fer höf­und­ur mark­visst að lesa hús til að fá inn­sýn í tungu­mál þeirra og tákn­kerfi.

Jarðsetn­ing er margþætt verk sem á brýnt er­indi við sam­tím­ann. Höf­und­ur geng­ur á hólm við hug­mynda­fræði og gild­is­mat sam­fé­lags sem stýrt er af markaðs- og fjár­mála­öfl­um þar sem bruðl og sóun á kostnað jarðar­inn­ar hafa fengið að viðgang­ast alltof lengi. En eins og höf­und­ur bend­ir á get­ur það að varðveita í raun verið fram­sækn­asta lausn­in meðan niðurrif og ný­bygg­ing­ar geta verið dæmi um aft­ur­hald.

Þó kveikj­an að bók­verk­inu sé niðurrif eins húss á Íslandi er Anna María á skap­andi og skáld­leg­an hátt að skoða og greina valda­kerfi, orðræðu og strúkt­úr í menn­ing­ar­sögu­legu og alþjóðlegu sam­hengi. Jarðsetn­ing er mik­il­vægt inn­legg í umræðuna um hlut­skipti kvenna, sem lengi vel voru ekki teiknaðar inn í al­menn­ings­rýmið og þóttu fram af tutt­ug­ustu öld ekki eiga neitt er­indi í karllæg­an heim bygg­ingalist­ar­inn­ar.

Sú snjalla leið höf­und­ar að spegla ævi sína í Iðnaðarbanka­hús­inu skap­ar sterka hlut­tekn­ingu með bygg­ing­unni sem sárt er að kveðja und­ir lok bók­ar þegar niðurrifið hefst. Á sama tíma mark­ar end­ir­inn óumflýj­an­lega nýtt upp­haf. Hér er á ferðinni óvenju­leg og mögnuð bók.“

Glæsi­lega fléttuð frá­sögn

Í um­sögn dóm­nefnd­ar um Tól sem JPV út­gáfa gef­ur út seg­ir:

„Í þess­ari skáld­sög­unni eru fjór­ar aðal­per­són­ur, en vægi þeirra er mis­mun­andi. Sögumaður í fyrstu sög­unni er kvik­mynda­gerðar­kon­an Villa sem tal­ar í fyrstu per­sónu og tek­ur þannig stöðu höf­und­ar í

upp­hafi þó hún eigi ekk­ert skylt við eig­in­leg­an höf­und verks­ins. Villa seg­ir sögu Dimitri eða Dimma að mestu leyti um leið og sína. Aðrar sög­ur eru skrifaðar af þriðju per­sónu sem þekk­ir per­són­ur verks­ins, vík­ur oft að sögu Dimitri/​Dimma og seg­ir sögu Ninju, vin­konu Villu, auk Jóns Loga, barns­föður henn­ar.

Þess­ar fjór­ar grunn­sög­ur í bók­inni tengj­ast all­ar gegn­um Dimitri/​Dimma. Frá­sögn­inni er beitt eins og verk­færi eða tóli til þess að búa sann­leik­ann til og af­byggja hann á víxl. Lífið hef­ur leikið Dimitri/​Dimma hart og les­and­inn fær smám sam­an að vita að saka­skrá hans er ekki fög­ur. Jón Logi og Ninja vita það bæði en Villa, sem er að búa til kvik­mynd um Dimitri/​Dimma, reyn­ir að eyða þeirra sögu og skapa aðra feg­urri og betri, sögu sem hún þekk­ir og finnst sönn en öðrum þykir ótrú­verðug.

Ninja er að vinna með henni og þær tak­ast á um þetta. Villa vill að skáld­skap­ur henn­ar sé sann­leik­ur. Þannig skil­ur hún viðfangs­efni sitt vegna þess að hún hef­ur annað sjón­ar­horn en hinir.

Villa og Dimitri/​Dimmi tengj­ast á unglings­ár­um og þá voru þau að sjálf­sögðu önn­ur en þau eru orðin á frá­sagn­ar­tím­an­um. Villa á dreng sem hún vill ekki bregðast, en ger­ir það samt að miklu leyti. Að ein­hverju leyti virðist hún ætla kvik­mynd­inni að verja bernsku þeirra Dimitri/​Dimma, og jafn­framt sak­leysið sem bernsk­an geym­ir. Dimitri/​Dimmi er á sögu­tím­an­um orðinn hval­veiðimaður og hór­mang­ari og bæði glíma þau við fíkni­vanda sem hef­ur breytt þeim og rænt þeim per­sónu­leika sem Villu finnst að eitt sinn hafi verið þeirra og „sann­ur“ á sinn hátt.

Í upp­hafi sög­unn­ar er Villa stödd á kvik­myndaráðstefnu í Svíþjóð til þess að tala um kvik­mynd sína, þar verður árekst­ur milli skáld­skap­ar og upp­lýs­inga og í þeim árekstri hefst skáld­sag­an Tól. Smám sam­an verður ljóst að saga allra aðal­per­són­anna snýst um bar­áttu við að halda ævi sinni í línu­legri frá­sögn sem sam­fé­lag­inu geðjast að.

Sú línu­laga frá­sögn er alls ekki „sann­ari“ en hinn til­finn­inga­tengdi skáld­skap­ur Villu, sem Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir hef­ur sett sam­an og tengt við sög­una af Jóni Loga og Ninju. Hvaðan kom eig­in­lega sú hug­mynd að mann­lífið ætti að vera rök­rétt og línu­laga?

Tól eft­ir Krist­ínu Ei­ríks­dótt­ur er glæsi­lega fléttuð frá­sögn sem rist­ir djúpt í grein­ing­um sín­um á mann­líf­inu. Jafn­framt ögr­ar verkið vin­sæl­um hug­mynd­um um rétt­hugs­un, skáld­skap og mál­frelsi.“

Kröf­ur um list­rænt gildi

Bók­mennta­verðlaun Norður­landaráðs hafa verið veitt síðan 1962 fyr­ir fag­ur­bók­mennta­verk sem samið er á einu af nor­rænu tungu­mál­un­um. Það get­ur verið skáld­saga, leik­verk, ljóðabók, smá­sagna- eða rit­gerðasafn sem upp­fyll­ir strang­ar kröf­ur um bók­mennta­legt og list­rænt gildi. Mark­mið verðlaun­anna er að auka áhuga á menn­ing­ar­sam­kennd Norður­landa og að veita viður­kenn­ingu fyr­ir framúrsk­ar­andi starf á sviði lista.

Þess má geta að all­ar til­nefnd­ar bæk­ur árs­ins verða aðgengi­leg­ar á frum­mál­un­um á bóka­safni Nor­ræna húss­ins þegar það opn­ar aft­ur í júní eft­ir viðhald á hús­næðinu. Þar má einnig nálg­ast all­ar vinn­ings­bæk­ur frá upp­hafi. All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar má nálg­ast á vefn­um: nor­d­en.org/​is/​bok­mennta­ver­d­laun­in.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“