fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Rob Lowe um notkun Ozempic til þyngdarstjórnunar – „Hvað er planið til langframa?“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 14:30

Rob Lowe Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Rob Lowe blandar sér í umræðuna um sykursýkislyfið Ozempic sem margir nota til þyngdarstjórnunar og veltir hann fyrir sér hver langtímahugsunin er á bak við þá notkun lyfsins.

Segist hann skilja að lyf líkt og Ozempic hafi boðið upp á lausn fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með þyngdina,  en leikarinn segist ekki sannfærður um að árangurinn af notkun lyfsins sé langvarandi.

„Ég sé fólk sem tekur öll nýju megrunarlyfin og það er frábært og lyfin hafa í raun breytt lífi þeirra. En áhyggjur mínar eru alltaf: „Hvað er planið til langframa?“  sagði Lowe í viðtali við People á mánudag. 

Ozempic, lyf sem ætlað er að meðhöndla sykursýki af tegund 2, og önnur sambærileg lyf eins og Wegovy og Mounjaro, hafa notið mikilla vinsælda meðal stjarnanna í Hollywood þegar kemur að þyngdarstjórnun. Mæðgurnar Sharon og Kelly Osbourne og fyrrum spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey eru á meðal þeirra sem hafa notað lyfið.

Lowe og fleiri hafa lýst yfir tortryggni sinni þegar kemur að notkun lyfjanna þar sem margir hafa upplifað alvarlegar aukaverkanir af notkun þeirra og jafnframt þeirri staðreynd að einhverjir sem nota lyfin til þyngdarstjórnunar þurfa í raun ekkert að berjast við þyngdina. Í janúar sagði Sharon Osbourne að sprauturnar hafi gert hana „mjög veika í nokkra mánuði“.

Einblínir á lífsstíl og líkamsrækt

Lowe útskýrði að til að viðhalda eigin heilsu velur hann að einblína meira á lífsstíl sinn frekar en takmarkandi mataræði eða skyndilausnir. 

„Ég er að reyna að vera enn agaðri núna þegar ég er eldri bara vegna þess að þegar þú eldist þarftu að fylgjast meira með því sem þú borðar en þegar þú varst yngri. Ég reyndi að skera alveg niður sykur sem áramótaheit mitt. Og núna er ég að spá, allt í lagi, þetta er ekki alveg að ganga fyrir mig, en hvernig ætla ég að minnka sykurneysluna?“

Lowe sagði að honum líði „betur en honum hefði nokkurn tíma liðið“ þökk sé skuldbindingu sinni við ræktun líkamans. „Ég get ekki beðið eftir að æfa eða gera eitthvað líkamlegt,“ sagði hann og sagðist hafa gaman af líkamlegri áreynslu. „Þannig að þegar ég er ekki við upptökur stilli ég öllum deginum í kringum það sem ég ætla að æfa. Það gæti verið róður í sjó, gönguferð, hlaup, pickleball, tennis. Ég er nokkurn veginn til í hvað sem er.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively
Fókus
Fyrir 4 dögum

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“