fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Ég tók Ozempic til að stjórna matarlystinni en uppgötvaði óvænt hliðaráhrif lyfsins

Fókus
Mánudaginn 19. febrúar 2024 19:30

Max Pemberton. Mynd/Daily Mail

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er engin spurning að lyf eins og Ozempic og Wegovy hafa hjálpað og koma til með að hjálpa mörgum sem glíma við offitu. Vísbendingar eru þó uppi um að lyfið geti komið að góðum notum gegn öðrum vandamálum, til dæmis ofneyslu áfengis.

Max Pemperton er læknir og pistlahöfundur á Daily Mail og í pistli sem birtist eftir hann í morgun segist hann hafa fengið að reyna þetta á eigin skinni.

Pemperton segir í grein sinni að fyrir nokkrum árum hafi hann orðið fyrir því óláni að fótbrotna illa. Um var að ræða nokkuð erfitt brot og gekkst hann undir fimm aðgerðir í þeirri von að hann gæti gengið sársaukalaust.

„Læknirinn minn lagði til að ég fengi vaxtarhormón í gegnum sprautur. Eftir nokkrar vikur var verkurinn farinn og ég gat gengið án þess að haltra í fyrsta skipti í tvö ár,“ segir hann.

Þetta hafði samt þau áhrif að matarlystin hans jókst um allan helming. „Eftir hverja máltíð var ég enn svangur og gat hámað í mig brauð. Læknirinn sagði að líklega myndi þetta lagast með tímanum en til að ráða betur við hungrið stakk hann upp á því að gefa mér lyf, semaglutide,“ segir Pemperton en það er virka efnið í Ozempic og Wegovy.

„Eftir að hafa tekið lyfið tók ég eftir nokkru óvæntu. Lyfið kemur ekki bara í veg fyrir að þú verður svangur heldur gerir það líka að verkum að sætindi eins og kökur og súkkulaði verða hreinlega óaðlaðandi. Og það átti ekki bara við um mat heldur áfengi líka,“ segir hann.

Pemberton segir að hann drekki alla jafna ekki mikið en fái sér þó stundum léttvín með mat. Eftir að hann byrjaði á lyfinu hafi vínið setið eftir ósnert við matarborðið. „Mig langaði bara ekki neitt í það. Það er erfitt að lýsa þessu en þessi ánægja, þegar maður tekur sopa af góðu víni, var ekki lengur til staðar. Þetta var bara eins og að drekka vatn.“

Pemperton segist þekkja til fólks sem hafi tekið lyfið vegna offitu og þeir segi það sama. Fólk sem áður naut þess að fá sér í glas gerir það ekki lengur og jafnvel fólk sem átti það til að fá sér sterkari efni en áfengi. „Ég þekki til sjúklings sem notaði stundum kókaín og hún segist ekki lengur hafa nokkurn áhuga á að fá sér það.“

Pemperton tekur þó fram að ekki sé leyfilegt að ávísa lyfinu til þeirra sem glíma við fíkn, eða í þeim tilgangi að meðhöndla fíkn. Læknar séu þó forvitnir um þessa hliðarverkun lyfsins og það geti jafnvel nýst fleirum en þeim sem glíma við offitu.

Hér má lesa grein Pempertons í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kári skrifar Ragnari skjálfta bréf – „Ef ég man rétt tókst okkur ekki að stöðva stríðið í Víetnam“

Kári skrifar Ragnari skjálfta bréf – „Ef ég man rétt tókst okkur ekki að stöðva stríðið í Víetnam“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ellý segir gjaldþrotin og erfiðleika hafa gert sig sterkari – „ Ég vel að vera ljón og vera sterk“

Ellý segir gjaldþrotin og erfiðleika hafa gert sig sterkari – „ Ég vel að vera ljón og vera sterk“